Hitinn hér í dag er næstum óbærilegur.

Í morgun hef ég verið að reyna að millifæra nokkrar plöntur en get sagt ykkur það að í 32° hita í skugga er það ógjörningur. Jafnvel kattarófétið hefur ekki látið sjá sig í dag. Ef til vill hafa heilræðin sem ég fékk frá bróður mínum, þetta með sítrusávextina virkað, því auðvitað fór ég eftir ráðleggingunum um hvernig ég gæti losnað við kisa svo nú er öll landareignin útbíuð í appelsínuberki og öðrum góðum sítrusávöxtum.  Og skepnan hefur ekki sést í dag.

Það er annað sem er að pirra mig núna í hitanum.  Það virðast allir þarna á Fróni hafa gleymt mér, enginn póstur, síminn þegir og ég er bara rosalega fúl útí ykkur öll!  Ojæja, ætli þið séuð bara ekki komin í sumarfrí elskurnar eða þá á kafi í vinnu, ef svo er þá er ykkur fyrirgefið af öllu hjarta.

Gott mál, nú er ég búin að kæla mig nóg niður og argaþrasast dálítið og líður miklu betur svo þá er bara að koma sér aftur út og halda áfram að puða hér í svækjunni.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veðrið hér á klakanum er búið að vera svo æðislegt síðustu daga að maður nennir varla að tala í símann!! :)

Ragga (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband