Íslenskur leikmynda og búningahönnuður á Narodni Divadlo

Það er ekki að spyrja að okkur Íslendingum, við komum víða við og hér um helgina var frumsýnt leikrit í Þjóðleikhúsinu hér í Prag þar sem Rebekka A. Ingimundardóttir sá um leikmynd og búninga.  Leikritið er byggt á tveimur sögum eftir Firacek og Fransek og fjallar um flóð sem ollu miklum usla hér 1894 og 1996.   

Rebekka var við nám hér frá 1990 til ´92 og kynntist ég henni hér við mjög einkennilegar aðstæður þar sem við vorum báðar hálf villuráfandi um borgina 1991. Þegar við hittumst í fyrsta skipti höfðum við mælt okkur mót við lestarstöðina hjá Mustek.  Ég vissi ekki hvernig við ættum að þekkja hvor aðra þarna innan um mannfjöldann en þar sem ég stóð þarna og skimaði eftir einhverri stelpu sem ætti að vera Íslensk, gekk þessi fjörlega stelpa að mér og sagði ert þú Ía.  Ég sagði svo vera og þá bara skellti hún beint framan í mig ,,hefurðu fundið mjólk í dag?"  Á þessum árum var mjög erfitt að finna nýmjólk, og dósamjólk var eina mjólkin sem fáanleg var í þeim fáu verslunum sem opnar voru eftir dúk og disk.

  Ég komst líka fljótlega að því að þessi hressa stelpa var grænmetisæta og ég gat eiginlega ekki skilið hvernig hún gat haldið í sér lífinu hér þar sem grænmeti var hér af skornum skammti.  Tékkum fannst allt grænmeti vera dýrafóður og borðuðu ekki þetta gras sem við kölluðum grænmeti. Ég man eftir því að ég fór með hana á veitingastaðinn okkar sem var uppí Prag 6 og bað minn elskulega að útbúa eitthvað ætilegt úr því grænmeti, sem við þá vorum nýbyrjuð á að flytja inn og fyrsti og eini veitingastaðurinn í borginni sem gat boðið upp á öðruvísi matseld. 

Eftir þessi fyrstu kynni okkar urðum við perluvinkonur og höfum haldið sambandi alla tíð síðan. Því miður gátum við ekki verið við frumsýninguna hér á föstudaginn en ætlum að bæta úr því fljótlega.

 Til hamingju Rebekka mín með sýninguna og við hlökkum til að fá þig hingað aftur, sem verður væntanlega fljótlega.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband