Ein rósin enn í hnappagat Íslendinga erlendis.

Crowne Plaza hótelið var opnað formlega hér í Prag á fimmtudaginn með viðhöfn.  Hótelið er í eigu Jóns Ragnarssonar athafnamanns og fjölskyldu.  Glæsilegt hótel sem stendur rétt fyrir ofan Prag kastala í Stahov.  Við ásamt sendiherra okkar Sveini Björnssyni og konu hans Sigríði vorum viðstödd opnunina auk fámennum hóp landa okkar.  Þar sem hótelið er endurbyggt á grunni gamals klausturs var við hæfi að ábótinn í Strahov klaustrinu blessaði hótelið og aðstandendur eftir kúnstarinnar reglum. Veðurguðirnir voru ekki alveg hliðhollir þennan dag en gömul tékknesk trú segir að ef rignir á slíkum hátíðisdegi þá er það blessun fyrir alla.

Við óskum þeim öllum til hamingju með þetta framlag og alls hins besta í komandi framtíð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband