Hratt flýgur stund.

Hér fór helgin aðallega í það að hlúa að sálartetrinu, litlu fjölskyldunni okkar hér og garðinum.  Við erum enn símasambandslaus og fáum engin svör frekar en fyrri daginn.  Hvað gerði maður ef maður ætti ekki göngusíma?  Einu sinni ætlaði ég aldrei að kaupa mér þetta litla sæta tæki.  Mér fannst það algjört bull að ganga með beina línu í vasanum en í dag þakka ég fyrir þessa tækni af heilum hug.

Við erum að vonast til þess að bilunin hér í sveitinni sé það mikil að þeir sjái sér ekki annað fært en að koma fyrir nýjum og betri línum. Dálítið kaldhæðnislegt að hugsa svona en samt OK að halda í vonina.  Nú tekur við ný vika með nýjum verkefnum og eins og dagbókin lítur út, fyrir næstu daga, sýnist mér þeir  ætla að verða ansi líflegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband