Eldhress og spræk 90 ára.

Ég heyrði frásögu í gær, þar sem við vorum stödd í 90 ára afmæli góðvinkonu okkar Geraldine Mucha, þar sem einn gestanna hafði verið staddur í öðru afmæli fyrir skömmu og afmælisbarnið afsakaði það við gesti að hann skildi draga alla í þetta 90 ára afmæli.  Hann hefði aldrei beðið um að verða svona gamall og þ.a.l. væri þessi veisla ekkert honum að kenna.

Geraldine Mucha sem var tengdadóttir Alfons Mucha, sem gerði Söru Bernhard fræga á einni nóttu var eldhress í gær og lék við hvern sinn fingur þar sem Breski Sendiherrann hélt henni heiðursboð í tilefni 90 ára afmælis hennar. 

 Í móttökunni voru, auk fjölskyldu hennar aðeins nokkrir vinir héðan úr Prag.  Gamla konan er frábær tónlistamaður og hefur samið fjölda tónverka. Þarna voru flutt eftir hana tvö verk fyrir píanó og flautu sem hún hafði samið á þessu ári. Hún var nú ekkert á því að hætta leik þegar hæst stóð heldur vildi fá okkur og nokkra fleiri útvalda gesti heim til sín á eftir.  Þar sem við vissum að hún var að fara til Skotlands snemma í morgun afþökkuðum við boðið en lofuðum að heimsækja hana þegar hún kæmi aftur til Prag í haust.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband