Í Pollýönnuleik í umferðinni.

Ég er nú yfirleitt ekki mikið pirruð hér í umferðinni þó ég lendi í smá ,,staui" en eftir tveggja tíma teppu í gær í 40° hita var mín orðin dálítið geðill.  Svo er þetta líka svo tilbreytingalaust,  þar sem HL var fyrir framan mig með bílinn svo fullan af drasli að ég sá aðeins fatahrúgur og kúst. DK og D við vinstri hliðina með grenjandi krakka í aftursætinu og mér á hægri hönd heljarinnar trukkur. 

Ferðafólkið var farið að hópast úrillt úr úr bílum sínum löðrandi sveitt, baðandi út öllum öngum með uppgjafarsvip.  Ég mátti vera svo glöð, því ég var með kælingu í bílnum og svo mátti ég vera svo glöð af því að ég var líka á sjálfskiptum.  Ég var því farin að vorkenna öllum hinum sem ekki höfðu þessi þægindi.  En síðan var annað sem ég gat engan vegin komið saman við Pollýönnuleikinn, ég var alveg í spreng og hafði líka gleymt að taka með mér vatnsflösku. En til þess að gleyma því, mátti ég vera glöð yfir göngusímanum mínum sem stytti mér stundir.

Síðan varð ég svo glöð, því það sem olli þessu öllu var ekki slys heldur vegavinna og á endanum kost ég heim heil á húfi. En ég var enn samt dálítið pirruð en mátti síðan vera svo glöð að komast á klósettið.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband