Ó borg mín borg...

Rusl, glerbrot, sígarettustubbar, tyggjóklessur, rónar og betlarar auðkenna nú miðborg Reykjavíkur.  Er það þetta sem við erum svo hreykin af að sýna útlendingum?  Hvar er þjóðarstoltið núna?  Við erum að hrósa okkur fyrir að halda í gamla menningu, byggingar og tunguna en hvað með hreinlætið?  Eru Reykvíkingar enn svo miklir barbarar að þeir eru enn hugarfarslega séð í moldarkofunum og henda úr koppum sínum í göturæsið?

Ég varð virkilega miður mín og í hálfgerðu kúltúrsjokki þegar ég gekk árla dags um miðborgina.  Landinn var enn í fastasvefni eftir helgarsukkið og ég gekk þarna meðal árrisula útlendinga og gat varla þverfótað mig í gegn um glerbrotin og draslið á götunum.  Nokkrir Pólverjar sátu og drukku kaffi við Arnarhól, áttu auðsjáanlega að vera að þrífa göturnar eftir nóttina en eins og þeim er einum lagið var þetta gert með hangandi hendi og miklu skemmtilegra að sitja þarna og rabba um daginn og veginn.  

Síðdegis sama dag lá leið mín enn og aftur niðrí miðbæ.  Í Austurstrætinu sátu tveir útigangsmenn á gangstéttinni og höfðu breitt fyrir framan sig úlpurnar og þangað var kastað til þeirra smápeningum. Fyrir mér var þetta algjörlega ný sýn.  Ég man aldrei eftir því að hafa séð betlara í Reykjavík fyrr.  Mér datt í hug að segja þeim að fá sér vinnu en hætti við á síðustu stundu, þar sem ég hafði heyrt að ráðist væri á fólk jafnvel um hábjartan dag.  Enga sá ég lögregluna enda held ég að þeir skipti sér ekki af svona lítilræði.  Alt of mikið vesen fyrir þá háu herra.

Þar sem ég stóð fyrir utan Landsbankann veittust að mér tveir menn og réttu út höndina og spurðu: ,,Can you spare a dime"?  Þarna vantaði ekkert upp á málakunnáttuna.  Þeir héldu örugglega að ég væri útlendingur. Ég svaraði þá:  ,, farðu og fáðu þér vinnu"!  Þarna við hliðina á mér stóð öryggisvörður bankans og glotti út í annað.  Mér leið ekki vel þar sem ég hélt áfram út Austurstrætið sem ein af dætrum þess. 

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband