Seiðmagnaðir tónleikar Sverris Guðjónssonar í Listasetrinu.

Það var gaman að fylgjast með viðbrögðum gesta okkar hér á laugardaginn þegar Sverrir leiddi alla niður að uppsprettubrunninum í Leifsbúð og hóf að kyrja þar undir bjölluhljóm, trumbuslögum og flöktandi kertaljósum.  Einum gesta okkar var svo mikið um að hún lét sig hverfa, aðrir stóðu með gæsahúð og þögulir eins og grjótið í kringum okkur.  Frábær stemmning að flestra mati. 

Sverrir og Elín Edda eru búin að vera hér í Listasetrinu Leifsbúð í fimm vikur og var þetta kveðjuhóf haldið þeim til heiðurs þar sem þau fóru til Berlínar í gær á leið heim til Íslands.  Elín Edda sýndi nokkur af verkum sínum sem hún hefur verið að vinna að hér.  Síðan kom að Sverri að halda litla tónleika.  Hann byrjaði að syngja upp á svölunum en færði sig síðar niður til áheyranda og leiddi þá með tilþrifum niður að brunninum.  Tilþrifamikil uppákoma, sumir komu ekki upp orði fyrr en löngu eftir að tónleikunum lauk og sitt sýndist hverjum.

Það var ótrúlega skemmtilegt að hafa þau hjón hér þessar vikur og við nutum góðra samverustunda.  Leifsbúð og við hér að Stjörnusteini hlökkum til að fá ykkur aftur fljótlega.  En nú fer Erró í megrun.  Ekkert ofdekur lengur.  Aumingja hundurinn, hann saknar ykkar rosalega.

Takk fyrir skemmtilegan tíma frábæru hjón og vinir!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband