21.9.2007 | 08:28
Föstudagsþankar hvutta - ,,eldhústækið"
Jæja, hún fóstra mín skrapp aðeins frá og þá ætla ég að stelast í tölvuna. Mér varð á í messunni seinasta föstudag, ég gleymdi að kynna mig. Ég heiti Erró og er eðalhundur af Golden Retriever kyni og afskaplega gáfaður og flottasti gæinn í bænum.
Hún fóstra mín er með tölvuna í eldhúsinu og stundum heyri ég hljóð sem fara virkilega í mína fínu taugar. Það er þegar þau fóstri minn og fóstra eru að tala á þetta Skyp við Juniorinn. Það pirrar mig rosalega, hann sem ekki einu sinni kann að tala. Þarna geta þau setið lon og don og bablað einhverja vitleysu og strákurinn er bara eins árs og skilur ekki bofs. Ég er þó að verða átta ára og það er ekki dúllað svona við mig!
Ég er margsinnis búinn að vekja athygli á þessu við þau, með væli, gelti og jafnvel smá urri en þau bara virða mig ekki viðlits og segja mér bara að hafa hægt um mig. Svo á þessi strákpatti líka afmæli í dag. Fuss, gaman að vita hvort þau muna eftir mínu afmæli næst. Jæja ég verð víst að viðurkenna að ég er dálítið abbó útí strákinn en þau gætu nú alveg tekið aðeins meira tillit til mín eða hvað finnst ykkur?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.