29.9.2007 | 20:55
Randver Þorláksson og Guðrún droppuðu hér við í smá teiti.
Það er alltaf gaman að fá skemmtilegt fólk í heimsókn og í dag droppuðu hér inn Randver vinur okkar og hans konu Guðrúnu í smá teiti, þar sem þau voru á ferð hér með nokkrum góðum vinum í hundrað turna borginni.
Við Randver lékum fyrst saman í Ímyndunarveikinni í Gaggó Rétt og erum búin að vera vinir síðan við vorum í Ísaksskóla. Við vorum samskóla í Gaggó og enduðum síðan saman í Leiklistaskóla Þjóðleikhússins. Reyndar var Randver ári á undan mér en við sóttum tíma saman þessi þrjú ár og unnum mikið saman í nokkur ár. Eins og Randver segir oft ,,Þessi stelpa hefur elt mig síðan hún var fimm ára"
Sem sagt fallegur haustdagur með góðum og skemmtilegum vinum hér að Stjörnusteini. Margir höfðu orð á því að gaman væri nú vera listamaður og geta fengið afnot af Leifsbúð í framtíðinni þegar þau sáu okkar litla atalier þar sem Rut Ingólfsdóttir dvelur nú og var svo elskuleg að bjóða hópnum að skoða setrið. En eru ekki allir listamenn í eðli sínu, bara hver á sinn hátt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.