Síðbúnir föstudagsþankar hvutta.

Þar sem ég kann ekki að kveikja á tölvunni sjálfur og fóstra mín ekki verið viðlátin til að hjálpa mér koma þankar mínir í seinna lagi.  Það er líka allt þessum strákpatta að kenna.  Hann er núna hér í heimsókn og það snýst allt um hann og ég er gjörsamlega einn og yfirgefinn.  Það er varla að þau muni eftir því að gefa mér að borða og ég verð bara að segja það, ég er rosalega fúll á móti.

Fóstra mín skammar mig endalaust allan daginn ef ég gef frá mér smá bofs.  Ég er nú samt að reyna að vera rosalega góður en skil ekki hvað er svona merkilegt með þennan pjakk sem bara segir baba, bö, mama, ehe.  Síðan fæ ég ekki að koma nálægt dótinu sem fóstra mín segir að hann eigi.  Þetta lítur ekkert mikið öðruvísi út en mitt dót svo af hverju má ég ekki líka leika mér að þessu?

OK, hann er jú feikna mikið krútt, verð nú að viðurkenna það og svo fann ég það út að hann á það til að missa fullt af mat á gólfið og það er bara gott mál fyrir hund eins og mig.

En í dag var rosalega gaman, komu hingað margir gestir og allir vildu klappa mér og ég fékk fullt af kampavíni svo ég er bara nokkuð hress eftir allt saman.  Meira seinna. Ciao. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband