Takk fyrir Dýrin í Hálsaskógi

Svo óheppilega vildi til í dag að litli Juniorinn fékk heljarins grjótönd á litla fótinn sinn svo úr blæddi og amma heldur að nöglin fari af stóru tánni.  Það var mikill grátur og eftir að búið var að setja plástur á meiddið var enn grátið sáran.

Hvernig huggar maður lítinn dreng sem meiðir sig í fyrsta skipti?  Mamman, sem vissi að ég hafði fengið Dýrin í Hálsaskógi á DVD frá Heiðu og Jóni mínus datt í hug að setja diskinn í tækið og sjá til hvort það virkaði á lítinn eins árs peyja. Og viti menn, þetta svínvirkaði.  Gráturinn þagnaði og þessi eins árs gamli ömmustrákur horfði andaktugur á skjáinn. 

 Sko, þarna er upprennandi leikari á ferð skal ég segja ykkur.  Í heilar tuttugu mínútur sat hann alveg stjarfur og horfði á Mikka ref og alla mýslurnar leika listir sínar.  En þegar Lilli byrjaði að syngja Vögguvísuna missti hann áhugann og fór úr fangi mömmu sinnar og meiddið var gleymt og búið.

Heiða mín og Jón mínus takk fyrir að gefa mér diskinn með Dýrunum í Hálsaskógi, þetta kemur örugglega til með að virka seinna í framtíðinni.

 

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að kvitta fyrir heimsóknina.... kíki reglulega á bloggið þitt ;)

Ragga (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:20

2 identicon

Elsku amma og afi,

Takk æðislega fyrir mig það var æðilsegt hjá ykkur vona að þið komið fljótt að heimsækja mig.  Nöglin er alveg að detta af núna hangir á bláþræði en ég er svo duglegur að ég harka þetta bara af mér.  Ég ætla að byðja mömmu og pabba að kaupa fyrir mig dýrin í hálsaskógi til að eiga ef ég meiði mig aftur.

Risa koss og stubba knús

Þórir Ingi  

Þórir Ingi Þorsteinsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband