12.10.2007 | 22:29
Hvernig á að koma afa í rúmið?
Afi, 85 ára er hér í heimsókn og klukkan langt gengin eitt og sá gamli bara eiturhress og talar og talar. Úps, hvernig á ég að koma honum í rúmið? Hann sem segist vera andvaka alla nóttina, er ekkert á því að koma sér í bælið! Örugglega búinn að dorma hér í allan dag á meðan ég fór í verslunarleiðangur. Ef til vill er hann skíthræddur um að Lilli Klifurmús sé ekki allur og hoppi uppí rúmið til hans. Nei bara segi svona.
Ég og minn elskulegi eigum langan dag fyrir höndum þar sem við erum að taka á móti Lumex genginu hingað í smá teiti ásamt fleira skemmtilegu fólki á morgun og þurfum á smá pásu núna! Halló getur einhver gefið mér ráð með þann gamla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.