Síðasti kaffibollinn. Rut Ingólfsdóttir kveður að sinni.

Í morgun fengum við Rut okkur kveðjubolla hér að Stjörnusteini en hún hefur verið gestur okkar undanfarnar sex vikur í Listasetrinu.  Mikið flýgur tíminn!  Okkur finnst hún hafa komið hingað í gær!  Það var mikill heiður og ánægja að fá þessa frábæru listakonu hingað og þökkum við kærlega fyrir ófáar og skemmtilegar samverustundir á undanförnum vikum.  Góða ferð heim Rut mín og takk fyrir að fá að kynnast þér.  Gangi þér vel með öll verkefnin sem framundan eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband