Föstudagsþankar hvutta - æ mig auman

Ég heyrði á tal fóstru minnar um daginn þar sem hún ræddi þá hugmynd að best væri að láta vana mig.  MIG, þennan eðalhund sem hef verið þvílíkt góður undanfarna mánuði og ekki látið mig hverfa síðan óþvera karlinn hér í hverfinu lokaði mig inni heila nótt í þrumuveðri.  Mér finnst hún rosalega harðbrjósta, ég á þetta engan veginn skilið.  Bara kíkt öðru hvoru á tíkurnar hér í sveitinni á undanörnum árum og aðeins einu sinni átt afkvæmi, en við það vil ég nú ekki kannast og hef megnustu andúð á þeim undanvillingum.  Læt bara sem ég hafi aldrei komið þar nærri.

En það er víst engu tauti við hana fóstru mína komandi svo ætli ég verði ekki að gangast undir þessa hræðilegu aðgerð í janúar.  Fóstri minn er nú reyndar ekki á sama máli og finnst þetta óþarfa vesen en ,,yfirvaldið" ræður víst hér á heimilinu.  Æ mig auman, ég kvíði svo hræðilega fyrir þessu. Hef líka heyrt að hvuttar eins og ég verði bara þunglyndir eftir svona meðferð. En hvað verður maður ekki að sætta sig við í henni verslu? 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband