24.10.2007 | 09:01
Rusl eða ekki rusl?
Nú verð ég að fara út og grandskoða ,,ruslið" sem fór út í gær! Ekki spurning. Ég var í skápatiltekt og það fóru fleiri pokar af ,,drasli" út úr húsi sem fara síðan til góðgerðafélaga. Fékk þvílíkan bakþanka þegar ég las um málverkið sem fannst fyrir tilviljun á götu úti. Gæti hugsast að ég hafi hent uppáhalds hálsbindum míns elskulega? Úps, eins gott að hann komist ekki í pokaskjattana, þá er ég í vondum málum.
Minn elskulegi er einn af þeim sem heldur því fram að allir hlutir komi að góðum notum einhvern tíma seinna á lífsleiðinni og er með hálfgerða söfnunaráráttu en ég aftur á móti held ekki mikið í gamalt ,,drasl" og gef óspart úr skápunum. Almáttugur minn, eins gott að pæla ekki mikið í hverju ég hef fargað um ævina af okkar veraldlega drasli.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.