9.11.2007 | 21:14
Föstudagþankar hvutta - Ég vil fá stígvél og ekkert múður.
Eðalhundar eins og ég erum ófúsir til að fara út í votviðri en það getur hún fóstra mín ekki skilið. Mér er hreinlega hent út í veðrið og síðan hundskammaður hvað ég sóða allt út þegar inn er komið. Af hverju kaupir hún þá ekki handa mér vaðstígvél, þau fást í Harrods í London. Hún ætti nú að vita það, búin að versla þar margsinnis allskonar dót handa mér.
Nei hér er þusað og tuðað,, sittu á mottunni",,bíddu ég verð að spúla þig áður en þú kemur inn" ,,ekki lengra, heyrirðu það" Auðvitað heyri ég þetta, ég er með ljómandi heyrn, það þarf ekki alltaf að öskra svona á mig! En hvers vegna má ég þá ekki bara vera inni þar til styttir upp? Eða hvers vegna kaupir hún ekki stígvél handa mér? Hoppar bara uppí næstu flugvél og brennir til London og nær í eitt, ja tvö pör stígvél í Harrods, síðan getur hún keypt eitthvað sætt handa mér í jólagjöf í leiðinni. Annað eins er nú gert á þessu heimili.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.