20.11.2007 | 09:50
Ekkert þras eða málalengingar - frábær jólastemmning
Hér á heimilinu hefur alltaf verið dálítill höfuðverkur og pælingar þegar huga skal að jólagjöfum handa fjölskyldunni og við, ég og minn elskulegi ekki alltaf verið sammála um kaupin þannig að oft hefur það dregist langt fram í desember að komast að samkomulagi, eftir málaþras og stundum óþarfa pirring.
En að þessu sinni vorum við eins og einn hugur. Skelltum okkur yfir landamærin og redduðum 98% gjafalistans á mettíma án þess að þurfa að þrasa um einn einast hlut. Frábært, ætli þetta sé aldurinn? Allavega var eitthvað mjög sérstakt í gangi. En nú er spurningin, hvernig falla gjafirnar okkar í kramið hjá krökkunum? Það verður nefnilega ekki auðvelt að skila þessu aftur eftir jól Úps!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ía mín hvaða landamæri, hvar voru gjafirnar keyptar frú ???
ein mjög forvitin í vín
sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:56
Sigga mín.
Við brugðum okkur bara rétt yfir til Þýskalands. Ekki vera fúl, kem til þín næst
Ía Jóhannsdóttir, 22.11.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.