26.11.2007 | 11:37
Fékk víðáttubrjálæði á flugvellinum og amma alveg búin á því!
Það var tómlegt að koma heim í gærkvöldi eftir að hafa keyrt Ömmustrák á flugvöllinn. Engin hlátur eða grátur, engin sem æddi hér um húsið á litla bílnum sínum eða snerist eins og skopparakringla umhverfis hundinn. Ég var búin að gleyma hvað þessi aldur er rosalega skemmtilegur. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Mikið eigum við eftir að sakna þín litli stúfur.
Barnið fékk víðáttubrjálæði þegar við komum á flugvöllinn þar sem aðeins ein vél var að fara í loftið á þessum tíma og flugstöðin hálf tóm. Amma varð að hendast um alla flugstöðina á eftir þeim stutta þar sem hann hljóp frjáls ferða sinna og hélt þessa líka ræðu á sínu eigin tungumáli sem enginn skildi á meðan foreldrarnir bókuðu farangurinn inn. Það var erfitt að sjá á eftir þeim heim í þetta skiptið þar sem jólin nálgast óðum og þau ekki hér um hátíðarnar. En ferðin heim gekk vel og við sjáumst fljótlega aftur ekki seinna en í febrúar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.