Mikið má þakka barnalánið

Tárin leituðu ósjálfrátt í augnkrókana þar sem ég sat við matarborðið á laugardaginn og horfði á fallegu fjölskylduna mína samankomna.  Barnabörnin okkar tvö Elma Lind, sem var að koma í fyrsta skipti í heimsókn til afa og ömmu, Þórir Ingi alla leið frá Íslandi, börnin okkar tvö og tengdabörn.  Amma Sóley frá Grenivík og Ingunn frænka.  Mikið fannst mér við vera rík!

Þar sem þakkargjörðarhátíðin var senn á enda fór vel á því að þakka fyrir barnalánið og þá blessun sem fylgir velgengni í lífi og starfi.  Afinn stóð sig að sjálfsögðu vel í eldhúsinu og kalkúninn rann ljúffenglega niður með tilheyrandi stuffing og gúmmelaði.  Kærkomin stund með fjölskyldunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband