Laufabrauðið ,,næstum" eins og hjá Leifi Breiðfjörð!

Við erum algjörir snillingar í þessari fjölskyldu og listavelgerðar laufabrauðskökur eru nú á borðum á þremur heimilum hér í Prag. Hrein listaverk.  Tounge 

Jafnvel vinur okkar Leifur Breiðfjörð, sem er algjör snillingur í útskurði á laufabrauði hefði gefið okkur alla vega 5 í einkunn.  Annars fer nú enginn í sporin hans Leifs því hann sker aðeins út erótískar kökur.  Alveg satt, þær eru geymdar frá ári til árs uppá skáp heima hjá honum og sýndar við hátíðleg tækifæri.

Ég hafði nú aldrei komið nálægt laufabrauðsbakstri fyrr en Bríet tengdadóttir kom í fjölskylduna og með henni þessi skemmtilegi norðlenski siður.  Síðan er þetta hefð hér að baka saman og skera út kökur fyrir hver jól.  Að þessu sinni vorum við heima hjá systur Bríetar, Ingunni sem tók á móti okkur á sínu litla jólalega heimili.Við skárum út ég, Egill, Bríet og Ingunn en minn elskulegi stóð í ströngu við að mynda okkur í bak og fyrir  Grin  Ekki alveg hans deild, svona dútl.  En hann steikti síðan allar kökurnar af sinni einstöku snilld og Egill pressaði síðan af fullum krafti.

Litla prinsessan hún Elma Lind var með tímasetninguna á hreinu og svaf eins og Halo og vaknaði ekki fyrr en allt var yfirstaðið svo þá gátum við gefið henni allan okkar tíma, bráðgáfuð þessi stelpa. 

Frábær fjölskyldudagur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Ía og Þórir. Syrrý heiti ég og vann hjá ykkur á Winny´s á Laugarveginum forðum daga. Rakst á bloggið þitt á einum bloggrúntinum. Hef nú alltaf verið á leiðinni til Prag og fyrsti viðkomustaðurinn yrði á  Restaurant Reykjavík að fá mér eina Úba dúba, bestu í heimi. ( Þórir ég vil uppskiftina af sósunni) Lifði nú bara á þeim í ár eða svo... Flott að allt gengur svona vel hjá Agli og Soffíu. Á meira að segja mynd af Soffíu bak við Winnýs uppi á skúr, saklaus rauðhærður töffari. Bý í Kjósinni með mínum manni og 4 hundum ( Finnst einmitt hundabloggið þitt mjög skemmtilegt). Hvað heitir hundurinn?

kveðja úr sveitinni  Syrrý

Syrrý (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sæl Syrrý.  Gaman að heyra frá þér.

Velkomin í heimsókn hvenær sem er. Veistu, við erum með Úbba Dúbba á matseðlinum okkar og sósuuppskriftin er auðvitað leindó, en hver veit nema við gefum hana upp einn daginn.

  Gaman að þessu með myndina af Soffu

Hundspottið okkar heitir Erró og er af Golden Retriver kyni, algjör dúlla en þrjóskur eins og familían.  Bestu jólakveðjur frá mér og mínum elskulega.

Ía Jóhannsdóttir, 14.12.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband