Jólaþankar hvutta - allt á hvolfi

Þetta er ekki alveg í lagi!  Nú er búið að planta einhverju heljarins jólatré þar sem ég sef yfirleitt helmings nætur.  Hvað er að þessu fólki, nú spyr ég bara eins og ómálga dýr. Hverslags frekja er þetta!   Ég er búinn að reyna í allt kvöld að finna mér nýjan stað en þetta er ekki alveg að gera sig hér núna á þessu heimili. Þau bara sitja hér við kertaljós og hafa það huggulegt með glymjandi jólalög, sem ég kann nú ekkert að meta og segja mér að fara í körfuna mína.

 Japp, hún er svo sem nógu flott,rosalega jólaleg með rauðu plussi og einhverjum kodda sem ég tek nú alltaf og hendi á gólfið.  Hann er víst rosalega jólajóla en ég kann ekkert að meta þetta dúlludangl.  Vil bara mína körfu eins og hún hefur verið undanfarið ár. Ummm... góð lykt af mér. talandi um lykt þá var ég settur í bað og fóstra mín lét mig fá allsherjar jólakilippingu og ekki bara það, fóstra mín úðaði einhverri ilmlykt á mig sem hún keypti einhverstaðar í útlöndum svo nú lykta ég eins og... , ja ég segi ekki meir.  Þetta jólastand er eiginlega alveg að fara með mig en nú skal ég segja ykkur nokkuð, ég veit að ég á sokk hjá arninum og hann er fullur af nammi, en auðvitað fæ ég ekki að smakka á því fyrr en á aðfangadag.  En þetta skrauttré sem er að þvælast fyrir mér núna úff er ekki alveg að meika það en  OK, það leynast einn ef ekki tveir pakkar undir því handa mér á aðfangadagskvöld því ég hef aldrei verið skilinn útundan.  Svo ég fyrirgef fóstru minni og ætla að reyna að vera þægur næstu daga vegna þess að ég á von á fullt glaðning. 

 

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband