28.12.2007 | 14:52
Bíbí og konfekt við arineld
Síðastliðna nótt kláraði ég bókina hennar Vigdísar Grímsdóttur um æviferil Bíbíar Ólafsdóttur. Það tók dálítið á að lesa um viðburðaríka ævi þessarar konu og Vigdís kemur frásögn hennar til skila á einlægan og áhrifaríkan hátt.
Ekki veit ég hvort það voru áhrif við lestur bókarinnar eða bara hrein græðgi sem gerði það að verkum að ég úðaði í mig konfekti á meðan ég gleypti í mig síðu eftir síðu. Ég er ekki mikið fyrir sælgæti en ég bara gat ekki hætt að stinga upp í mig mola eftir mola. Ef til vill var ég að bæla frá mér óæskilegum hugsunum sem leituð á mig öðru hvoru eða einhver var þarna úti sem langaði svo mikið í súkkulaði. Hef ekki hugmynd en þetta var óneitanlega dálítið einkennileg hegðun af minni hálfu.
Vigdís hafðu þökk fyrir að koma þessu á blað, hefur örugglega ekki verið átakalaust.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.