Naglasúpan endalausa.

,,Ertu svöng?" spyr minn elskulegi í gærkvöldi og ég svara ,,nei, plís ekki meiri mat!" En fyrr en varir er komin kalkúnsamloka á disk með bacon og majó og auðvitað er þessu skóflað í sig með góðri lyst enda getur minn búið til veislumat eins og kerlingin sem notaði naglann í ævintýrinu góða.

Við höfum svo sem farið í skógargöngu með hundinn til að létta aðeins á okkur en þegar heim er komið er bara farið í það að laga heitt súkkulaði með Marshmallow!  Hreint út sagt ógeðslegt! En mikið rosalega er það samt gott!Wink 

Sem betur fer held ég að allir afgangar séu á þrotum.  Hangikjötið var notað kalt með uppstúf og grænum Ora, rjúpurnar fóru í tartalettur og svo síðast en ekki síst kalkúninn góði.  Í gær tók ég mig til og henti öllu úr báðum ísskápunum sem ekki var nógu gott í hundskjaft.  En ég tímdi ekki að farga restinni af kalkúninum sem auðvitað kom sér vel í gærkvöldi.

Var að hugsa um að henda öllu sælgæti sem fyrirfinnst hér í húsinu í poka og gefa hússtýrunni á morgun.  Þá loksins verð ég ánægð, ekkert gúmmelaði lengur til!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ía mín hér er allt á fullu í matagerð hjá okkur en, SAUMÓ kemur í kvöld ballið er rétt að byrja. Borðstofuborðið er svo litið (eða kræsingarnar of miklar!!!!!!) að Elsa er búin að planta fráleggsborðum hingað og þangað og allt um kring.það hefði verið gaman ef þið Þórir væruð með en það kemur seinna. Bestu kveðjur frá okkur hér á Háó.

Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Verðum með ykkur í huganum.  Góða skemmtun

Ía Jóhannsdóttir, 29.12.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband