Nú reynir á athyglina..

..sagði minn elskulegi þar sem ég var að rúlla upp laugardagsmogganum. ,,Ha, hvað meinarðu?" Ekkert svar en var að vappa svona fram og til baka yfir öxlina á mér.  Ég staldraði við mjög svo feminiska grein um hátíðarförðun kvenna.  Ekki veitir nú af að kynna sér nýungar í sparsli og hyljurum þegar maður er kominn á minn aldur.  Hehemm. Wink

Með greininni fylgdu tvær myndir, önnur heljarinnar stór af konu á mínum aldri svo og annarri barnungri.  Eitthvað fannst mér kunnuglegt við eldri skvísuna og varð svona ,tvíbaka", já eða ,,þríbaka" hjá mér. En þar sem greinin vakti næstum óskipta athygli mína var ég svo sem ekkert að pæla í myndunum.  Þá kemur minn elskulegi yfir öxlina á mér, (þoli ekki þegar lesið er yfir öxlina) og segir ,,kannastu ekki við þessa konu"  ,,Ha, hvaða konu" segi ég og rúlla blaðsíðunni upp.  ,,Nei, ég þekki þessa konu ekki"  hann: ,, er ekki allt í lagi með þig, skoðaðu myndina betur, sérðu ekki munnsvipinn"  ég: ,, nei, á ég að gera það?"  Ég er reyndar alveg rosalega ómannglögg en þessa konu átti ég víst að þekkja vel.  Minn elskulegi gefst upp og segir: ,, rúllaðu niður og sjáðu hver er modelið " 

Ég fékk vægt sjokk,  Frown haldið ekki að þessi flotta skvísa hafi verið besta vinkona mín alla tíð síðan við vorum í níu ára bekk.  Hálfsíðumynd af þessari fallegu vinkonu minni og ég þekkti hana ekki!  Mér varð að orði þegar ég var búin að átta mig á þessu:,, Andskoti ég held ég verði að fara á stúfana og kaupa mér hyljara og reyna að sparsla aðeins upp í hrukkufjandana.  Þetta er alveg ótrúlega flott eða heyrðu heldur þú að það sé búið að redúsera myndina, þeir eru nú rosalega góðir í því þessir ljósmyndarar?" Whistling Svar frá mínum elskulega:,, enga öfund, hún er svaka flott á myndinni"

Nei í alvöru Ásta mín þú er rosalega flott og hefur alltaf verið.  Fæ vonandi leiðbeiningar hjá þér næst þegar ég kem í heimsóknHeart Kissing  Ekki veitir af!!!!!!!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband