Tapað en ekki fundið!

Þar sem ég stóð á haus ofaní plastpoka í gær í leit að hring og armbandi sem ég tapaði á nýársnótt vissi ég ekki um hinn heilaga Antoníus sem er víst hinn vænsti dýrlingur og hjálpar auðkýfingum svo og almúganum að finna horfin auðæfi. Wink  Ég hef nú aldrei verið mjög trúuð á áheit svo ég held að ég hefði nú ekki farið að taka upp á því að biðja þann heilaga um að ómaka sig fyrir svona lítilræði enda hefur sá góði maður örugglega nóg á sinni könnu og ef satt skal segja var þessi leit ekkert geðsleg Tounge

Ég var svo óheppin þar sem við vorum að gleðjast með vinum okkar um áramótin á Rest. Reykjavík að tapa bæði forláta hring og armbandi.  Þetta er auðvitað með ólíkindum tvennt á sama klukkutímanum.  Minn elskulegi bað um að allt rusl væri sett í stóra plastpoka eftir lokun og kom með þetta heim til þess fara í gegnum. Ég hafði skreytt óheyrilega mikið fyrir þessi áramót svo þið getið rétt ímyndað ykkur hverskonar óþverri kom úr pokaskjattanum. Frekar óþrifalegt verk og ég var alveg viss að þetta bæri engan árangur sem líka kom á daginn.  

Svo voru þetta jú bara dauðir hlutir, vona bara að einhver hafi notið góðs af og skarti nú þessu einhverstaðar í heiminum.  En ef Antoníus er þarna einhvers staðar úti þá væri nú ekki verra að finna þetta á náttborðinu í morgunsárið. Halo  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri hvutti,

Óska þér og þínum alls góðs á nýju ári. Þakka fyrir það gamla, hef haft mjög gaman af þönkum þínum um þig og þína. Getur þú nú ekki, verandi ein af þefnæmustu skepnum veraldar hjálpað henni fóstru þinni að finna dýrgripina sem hún týndi? Ég bið kærlega að heilsa henni og ég held að þú eigir bara að vera þakklátur fyrir að hafa hana sem fóstru, þú verður að viðurkenna það, hún nennir að sækja þig þegar þú leggst í flakk og hún þvær þér þegar þú ert búinn að subba þig allan út, svo eitthvað sé nefnt. Hugleiddu það. Svona lagað er nú ekki sjálfgefið. Bið svo bara góðan guð að passa ykkur öll á Stjörnusteini.

Bestu kveðjur,

Maja J.

Maja (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

 tel víst að þetta sért þú Maja mín (ekki Dags)  gaman að heyra frá þér vinkona. Askotans hundurinn er bara ekki svona gáfaður og svo líka hann var hvergi nærri þegar þetta átti sér stað. Sendi B bekknum bestu kveðjur, hittumst vonandi í febtrúar. 

Ía Jóhannsdóttir, 4.1.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband