10.1.2008 | 12:51
Jæja strákar!
Þetta er máltæki sem við hér notum aðeins á milli vina og nú bíð ég eftir því að heyra Helga vin minn Gíslason skúlptúrista með meiru koma hingað askvaðandi og skella þessu fram á sinn einstæða máta með tilheyrandi hlátrasköllum.
Helgi er hér staddur í hundrað turna borginni til þess að leita uppi steypukalla fyrir málmverkin sín og síðan auðvitað til að heimsækja okkur. Minn elskulegi er búinn að dandalast með hann hér um sveitir undanfarna daga svo ég hef ekkert séð minn kall. Það verður örugglega slegið á létta strengi hér á eftir. Meira seinna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl Ingibjörg bara að láta heyra í mér.
vonandi á maður það eftir að koma til Prag, ég tel að Tékkland sé undurfagurt land.
Góðar kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2008 kl. 20:38
Takk fyrir það Milla mín og velkomin til okkar hvenær sem er. Ekki kalla mig Ingibjörgu það er svo askoti hátíðlegt og eins mamma sé að skamma mig. Ég hef alltaf verið kölluð Ía af vinum og vandamönnum. Eigðu góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 12.1.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.