Hangandi í vírgirðingu með rósarunna í rassinum.

Minn elskulegi fór með mig og hundinn í skógargöngu í dag. Ég ætlaði nú varla að nenna þessu þar sem ansi er frostkalt en sól skein í heiði svo ég lét mig hafa það að drattast með. Ákveðið var að taka lengri leiðina og allt gekk þetta vel í byrjun þar sem við gengum eftir frostfríum slóða eða næstum því. Þegar við vorum komin um helming leiðarinnar fór að halla niðrí móti og framundan ein íshella. 

 Minn elskulegi, sem alltaf gengur svona tíu metrum á undan mér stoppar og segir,, Heyrðu elskan, ætli sé ekki best að ég leiði þig núna"  og að sjálfsögðu bjóst ég við að mér væri rétt hlý hönd og sterk en þess í stað heldur hann bara áfram sínu stiki og ég heyri hann muldra,,ætli sé ekki best að ganga hér meðfram slóðinni, haltu þér bara í vírgirðinguna"  Andskotans tillitsemi er þetta hugsa ég með mér þar sem ég fer fetið niður snarbratta brekkuna.  Minn elskulegi kominn í hvarf með hundinn á hælunum og ég þarna alein eins og belja á svelli, hangandi í vírgirðingunni sem gaf eftir í hverju togi, flækjandi fótunum um rætur og festandi buxurnar í villtum rósarrunnum.  

Eftir mikið strit og alla vöðva spennta komst ég loks niður á jafnsléttu.  Birtist þá ekki á móti mér hann Erró minn (hundurinn) sem auðsjáanlega hafði farið að undrast um mig.  Ég hugsaði OK, ef ég hefði dottið og ekki komist upp aftur hefði alla vega hundurinn leitað að mér.  Það var ekki sérlega hlýtt augnaráð sem mætti mínum elskulega þar sem ég skakklappaðist heim á leið með verki í fótum og hjartað í buxunum.  Enginn göngutúr í bráð, alla vega ekki fyrr en fer að hlána.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það má alltaf treysta á hundinn sinn,þinn elskulegi hefði nú trúlega farið að leita
eftir einhvern tíma, þeir geta nú ekki verið án okkar.
þú labbar bara í sumar.
                                            Góða helgi. Ingibjörg
                                                  Kv. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha ansi týpískt eitthvað myndi ég segja. Ég sé þetta alveg fyrir mér... húsbóndinn agalega upptekin af því að finna lausnina og réttu leiðina.. að vera mannlegt GPS tæki en gleymir ÞÉR.  Karlmenn sko..

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

nákvæmlega stelpur. Sonur minn sagði í dag mamma var pabbi eitthvað leiðinlegur við þig í gær, þarftu nokkur áfallahjálp? 

Jóna gott þetta með GPSinn

Ía Jóhannsdóttir, 13.1.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband