Not possible, big problem

Vaknaði, skrúfaði frá sturtunni, ekkert vatn! Niður í eldhús, ekkert vatn!  það þýddi ekkert kaffi! Og þá er ég í djúpum skít því ég get ekki vaknað fyrr en eftir tvo til þrjá bolla.  Hringi í minn elskulega.  Verður að redda þessu í hvelli , ekki seinna en núna!Angry   Slakaðu á, viðgerðamaður á leiðinni. Opna tölvuna, hjúkket það er þó alla vega rafmagn á bænum.   

Ekkert vatn nema sódavatn til og kaffi lagar maður ekki með sódavatni.  Gaf hundinum smá vatn í skálina, hann hnusar, fussumsvei drekk ekki sódavatn.  Nei en þú getur drukkið úr drullupollunum!  Andsk. sérviska er þetta! OK þá færðu bara ekkert vatn.

Bíða eftir viðgerðarmanni kemst þess vegna ekki útí vegasjoppu að kaupa venjulegt vatn. Loksins kemur hann og þá fæ ég þetta bölvaða máltæki Tékkanna: ,,Madam, not possible, big problem" Arrrgg.. ,,kem eftir tvo tíma aftur" Devil   Fer út, keyri í sjoppuna hef aldrei komið þar áður, lá við að ég sneri við í dyrunum og keyrði 12 km á næstu Shell stöð.  Lyktin, maturinn í borðinu og súrefnisleysið, lá við öngviti og hefði getað æltSick  Lét mig hafa það, var að fá mjög slæm fráhvarfseinkenni af kaffileysi.

Kem heim, gef hundspottinu rándýrt flöskuvatn, helli uppá kaffi.  Bíð með óþreyju eftir að kannan fyllist.  Skrepp frá, kem aftur.  Shit, allt kaffið flæðandi útum borð og gólf.  Nýbúin að kaupa þessa forláta AEG kaffikönnu sem virkar ekki jack!  Er nefnilega ekki í fyrsta skipti sem þetta skeður. AEG er sjálfsagt bara þvottavélafyrirtæki.  Önnur tilraun tekst með því að standa yfir græjunni og góna.

Búin að þrífa gólfið með Perrier.  Kaffið bragðast illa.  Verð að komast út úr húsi en get það ekki er enn að bíða eftir viðgerðamanninum þessum með öll problemin.Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þetta gerir út af við mann, sko hundurinn drekkur ekki sódavatn, eins og ég segi þá eru þetta dekurrófur, ég á líka svona kaffikönnu sem er þannig að ef þú setur ekki lokið perfekt á þá straffar hún þér með þessu upp á tæki, "óþolandi"
hún er reyndar "Severin" á að vera svo flott, en að þvo gólvið með perrier,
hvernig er áferðin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið snúinn morgun, vona að dagurinn verði samt o.k.  Kaffilaus kona að morgni er eins og fellibylur sem býður eftir að taka land.  Hurricane  Windy

Ásdís Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að skipta um mynd af mér

Ekkert kaffi... ég skil þig svo vel. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla:  Gólfið er eins gljáandi og í höllu drottningar

Ásdís: Nákvæmlega.  Heyrðu hvar færðu allar þessar skemmtilegu myndir?

Gunnar:  Vá loksins fáum við að sjá framan í þig. Bara flottur  Takk fyrir stuðninginn, ekki veitir af þeir eru enn að pæla hér á kafi ofaní brunninum. Ennþá big problem

Ía Jóhannsdóttir, 18.1.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband