18.1.2008 | 15:05
Furðulegt
Þarf að biðja fólk um að moka frá sorptunnum? Man ekki betur en það hafi þótt sjálfsagður hlutur í mínu hverfi þegar ég bjó á Íslandi. Um leið og maður mokaði stéttina tók maður góða breiða línu að tunnunni ef maður nennti ekki eða hafði ekki tíma til að gera þetta almennilega.
Hér í þessu landi og ég held í flestum Evrópuríkjum verða allir að setja tunnurnar útá götu þegar von er á sorphreinsun og koma þeim þannig fyrir að auðvelt sé að tæma þær. Veit ekki hvort þetta er skilda en það bara gera þetta allir svo og að moka, sópa og hirða rusl utan girðingar fyrir utan húsin sín allan ársins hring. Þeir sem ekki fylgja þessari reglu eru einfaldlega litnir hornauga.
Umhugsunarefni fyrir Sorphirðingu Reykjavíkurborgar.
Borgarbúar beðnir um að moka frá sorptunnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skrýtið að maður þurfi að biðja
fólk um svo leiðislagað.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 15:13
Ég get nú sagt þér ágætis dæmi um druslugang. Ég bý í blokk núna. Það eru 29 íbúðir hérna. Þegar fólk tekur úr póstkössum sínum þá hendir það bara upp á kassana þeim pósti, blöðum og öðru sem það ekki vill. Alveg sama hvað við höfum hengt upp "leiðbeiningar" þá er fólk hrikalega leiðinlegt og finnst bara að aðrir geti gert þetta.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 17:04
Ía þú ættir bara að vita letina í fólki nú til dags, það er af sem áður var, þegar allt var svo snyrtilegt hér í kringum hús og götur.
Ég bý ekki í blokk en hef séð umganginn í þeim svo ég tek undir með Ásdísi,
fólk eru ótrúlegir sóðar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.