22.1.2008 | 00:02
Ekkert er eins heilagt og barnssálin
Litla þriggja mánaða perlan okkar hún Elma Lind grét sáran um leið og mamma hennar lokaði útidyrunum og skildi hana eftir í fyrsta skipti í umsjá afa og ömmu. Afinn fór alveg í kerfi og gekk um gólf eins og óður væri en amman tók þessu með stóískri ró og bar þá litlu upp á loft enda mín búin að kúka í buxurnar og prinsessa getur ekki verið þannig lengi án þess að láta í sér heyra.
Held að við höfum komið ágætlega út í pössunarhlutverkinu. Sú stutta tók nokkrar aríur á milli þess sem hún kúrði til skiptis hjá afa og ömmu enda dálítið lasin í mallanum og þá líður manni ekki sérlega vel og vill kúra í hálsakoti. Þegar foreldrarnir komu heim, dálítið á nálum hvort við hefðum nú staðið okkur í hlutverkinu fengum við held ég grænt ljós frá þeim báðum.
Rakst á þetta um daginn og læt fylgja hér með
Ekkert er eins heilagt og barnssálin, því hún trúir
guði sínum og lifir í guði sínum, og sakleysið og hreinleikinn
sem skín úr augum barnsins er endurskin af sál guðs,
og bæn barnsins er andaráttur guðs.
HKL
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta er fallegt og alveg rétt. Ég veit alveg hvað þið eruð að upplifa
á barnabörn á öllum aldri sjálf, þau eru hjarta okkar.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 16:14
Fallegt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.1.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.