22.1.2008 | 20:22
Spurning til ykkar allra
Eru engin takmörk fyrir því hvað fólk getur látið út úr sér hér á blogginu. Nýleg færsla er hér í gangi eftir einhvern "Fullur" og er það ósmekklegasta sem ég hef séð hér. Er einhver sem getur stoppað svona óþverra? Þetta nær engri átt að svona skrif geti byrst hér óhindruð.
Athugasemdir
Þessi er búinn að bulla lengi. Bara að sniðganga svona.
Þröstur Unnar, 22.1.2008 kl. 20:28
Nei Þröstur, þetta er einum of langt gengið. Það er lokað á annað eins!!!!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2008 kl. 20:37
Ég er alveg sammála Ingibjörg, hef aldrei séð annan eins sora. Það ætti að loka á svona kvikindi. Þætti gaman að sjá framan í mannhorngrýtis slyttið ef ann yrði fyrir svipaðri reynslu og missa svona unga konu í blóma lífsin. Með beztu kveðju.
Bumba, 22.1.2008 kl. 20:41
Verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið bloggið hans í marga mánuði og ætla ekki að taka upp á því núna og veit þess vegna ekki hvað akkurat þið eruð að tala um í þatta skiptið. En um að gera að kvarta til umsjónarmanna bloggsins ef ykkur er ofboðið.
Þröstur Unnar, 22.1.2008 kl. 20:58
Senda bara tölvupóst á blog@mbl.is og láta vita ef maður rekst á einhvern óþverra. Held að þeir séu bara þakklátir fyrir slíkar ábendingar. Ég hef einusinni látið vita af grófum klámmyndum sem birtust í bloggfærslu og viðkomandi síðu var strax lokað.
Marta B Helgadóttir, 22.1.2008 kl. 22:07
Þröstur það var óþarfi að fara inná síðuna, fyrirsögnin ein sagði allt. Hef aldrei lesið þennan rugludall og ætla mér það ekki.
Marta takk fyrir. Þetta var það sem mig vantaði.
Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2008 kl. 10:23
Sammála Mörtu..
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.1.2008 kl. 19:25
... ég fór inn á síðuna hans og er ekki alveg að skilja hvað þú hefur á móti því sem hann er að skrifa.
Mér finnst hann ekki skrifa neitt sem á við lög.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.1.2008 kl. 19:28
Gunnar minn þetta snýst ekki um lögleg skrif. Þetta voru níðskrif um unga konu sem margir fylgdust með hér á blogginu. Konu sem barðist við krabbamein og lést í bóma lífs síns. Blessuð sé minning hennar.
Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2008 kl. 22:33
Það er búið að taka færsluna út hjá manninum - hver sem gerði það. Ég hef aldrei farið inn á síðuna hans áður en hef séð athugasemdir eftir hann hér og þar og þær eru í verri kantinum, sumar ógeðslegar. Það hljóta margir að vera búnir að loka á hann.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 23:30
Ég hef aldrei lesið neitt eftir hann en stundum rekist á leiðinda komment á öðrum síðum. Gott að það er búið að taka þetta út.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 23:51
Gott að heyra Lára Hanna. Takk fyrir að láta mig vita.
Ía Jóhannsdóttir, 24.1.2008 kl. 00:15
Frá því að ég byrjaði að blogga hér á Moggablogginu hefur nokkrum bloggum verið lokað - í kjölfar kvartana frá öðrum bloggurum. Einnig hafa einhverjir fengið viðvörun og gætt sín eftir það.
Jens Guð, 24.1.2008 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.