Þegar fólk er farið að stela eyrnapinnum þá er nú fokið í flest skjól

Þjófnaður í hvaða formi sem er er ekkert grín og bara gott mál þegar þrjótarnir finnast og taka út sína refsingu.

Um daginn var ég stödd í snyrtivöruverslun og var eiginlega bara í svona samanburðarkönnun.  Þar sem ég á fljótlega leið um fríhöfnina hér sem er talin ein ódýrasta í Evrópu vildi fá einhverja hugmynd um framboð og verð þar sem tími er kominn til að endurnýja byrgðir í baðskápnum.

Þar sem ég er nýkomin inn í verslunina og stend við einn rekkann kemur ung afgreiðslustúlka að mér og spyr ósköp kurteysislega hvort hún geti aðstoðað.  Ég svara eins og er að ég væri hér aðeins til að skoða. Ég færi mig að næsta rekka og tek fram krukku í forláta umbúðum og velti henni aðeins í hendinni og les um öll þau undur sem þetta gæti nú gert fyrir gamla og þreytta húð.  Kemur þá önnur ljóska að mér og spyr sömu spurningar og sú hin fyrri og ég svara aftur og brosi blítt til hennar.  Bara að skoða.  

Þegar þetta endurtekur sig í þriðja sinn fer ég aðeins að pirrast.  Hvað er þetta halda þær að ég ætli að stela úr hillunum?  Ég sé að mér er fylgt með fránum augum og nú eru þær komnar fjórar að vappa í kringum mig auk öryggisvarðar í fullum skrúða.  Þá kemur einhver púki í mig svo ég fer að gefa mér betri tíma, skoða fleiri tegundir og tek fleiri hluti úr hillum en ég ætlaði mér.  Sný mér síðan að þeirri sem næst mér stendur og spyr hvort ég geti fengið prufu af þessu kremi.  Nei, engar prufur voru til en ég gæti fengið að prófa úr krukku sem var fyrir gesti og gangandi.  Og um leið potar hún fingri ofaní krukkuna og kemur með smá sýnishorn á putta og otar honum að mér.  Ég hörfa aðeins undan og segi ,,fyrirgefðu en ég er nú ekkert á því að þú farir að klína þessu framan í mig og er ekki snyrtilegra að nota eitthvað áhald í þetta í staðin fyrir að nota puttana.  Svar:,,jú við erum bara búnar að gefast upp á því að nota eyrnapinna því þeim er bara öllum stolið" 

Þarna kom skýringin á eftirliti afgreiðslufólksins.  Hér er meira að segja stolið eyrnapinnum!  Til þess að bæta aðeins fyrir leiðindin sem ég sýndi þessu ágæta starfsfólki keypti ég eina krukku af dýrasta kreminu í versluninni og þakkaði síðan pent og gekk út með brosi og töluvert léttari buddu. 


mbl.is Ákváðu að stela dekkjum af bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er vont að eiga ekki eyrnapinna. Takk fyrir skemmtilega færslu.

Villi Asgeirsson, 29.1.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hefði nú ekki keypt krukkuna Æ. jæja kannski.
Ég hef unnið í búð og það er sko virkilega mikið um þetta.
Einu sinni var útsala hjá okkur í búðinni, ég kem að tveim konum vera að stinga innan á sig tvennum buxum, ég segi, get ég aðstoðað, Já eru þessar buxur ekki á útsölu jú segi ég, ég ætla að fá þessar tvennar, fer með henni að kassanum og hún borgar fyrir buxurnar, en nota bene konan gat aldrei notað þessar buxur því þær
voru óléttubuxur í lítilli stærð. ég hafði gaman að þessu.
                  Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2008 kl. 19:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Milla þú ert skemmtilegur púki, hefði gert það sama.  Var reyndar einu sinni öryggisvörður í Miklagarði (Holtagörðum)  Ía mín það verður orðið aumt ástandið þegar við förum að stela eyrnapinnum, en það er til fólk með stelsýki það stelur hverju sem er. Man eftir tveim sem ég afgreiddi oft þegar ég var 16 ára og vann í kaupfélags útibúi heima á Húsavík, þær áttu pening en urðu að stela smá, tóku yfirleitt dropaglös eða royal búðinga, við bættum því bara við á strimilinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ stelpur ég get stundum verið svo aumingjagóð

Ía Jóhannsdóttir, 30.1.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg færsla. Takk fyrir mig.

Marta B Helgadóttir, 31.1.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband