4.2.2008 | 23:20
Erum á leiðinni heim að hitta eina af hamingjusömustu íbúum Evrópu
Nú fer að styttast í það að ég geti knúsað ykkur öll þarna í Hamingjulandinu ja alla vega ykkur sem ég kem til með að hitta næstu tvær vikurnar. Ég hlakka mest til að dekra litla skriðdrekann minn hann Þóri Inga allan tíman eins og almennilegar ömmur eiga að gera. Það verður knúsað og kjassað, leikið og hlegið, dansað og sungið, lesið og horft á Bubba byggir allt í einni bunu.
Við höldum héðan á morgun til Kaupmannahafnar og síðan þaðan heim í norðangarrann. Egill okkar og Bríet eru farin heim á undan því nú stendur mikið til. Það á skvetta vatni á Elmu Lind, litlu prinsessuna okkar og koma barninu í kristinna manna tölu. Verður það gert við hátíðlega athöfn í kirkjunni að Laufási á laugardaginn. Bara svo þið vitið það norðanmenn, þá verðum við á Grenivík um næstu helgi.
Vegna mikilla eftirspurnar um að fá að berja okkur augum og fá að njóta okkar einstöku skemmtilegheita tilkynnist það hér með, ykkur sem alltaf eruð á síðustu stundu að panta tíma hjá okkur, að öll kvöld eru fullbókuð en þó eru nokkur hádegi enn laus. Við gætum líka e.t.v. troðið örfáum aðdáendum okkar inn á milla mála. NB verð í Kringlunni á mánudaginn milli fimm og sex við rúllustigann til hægri og gef eiginhandaráritanir, ekki í úlpu en gæti verið í skepnunni, (það er pelsdruslan), fer svona eftir veðri og vindum.
Veit nú ekki hvort mikill tími gefst til skrifta vegna anna í skemmtanalífinu en ég reyni að henda inn einni og einni færslu ef þrek og tími gefst. Þetta er nefninlega algjör kleppsvinna að kíka á ykkur greyin mín. Fer venjulega beint á heilsuhæli þegar ég kem heim. Þið þarna sem skiljið ekkert, þá er heima Prag og heim er Hamingjulandið Ísland.
Kveðja inn í nóttina héðan að heiman.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Athugasemdir
Leit bara við til að bolla þig Ía
Góða ferð til Íslands og njóttu vel.
Marta B Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 00:13
Sæl unga huggulega fjallkona Íslands í Prag, það væri gaman að hitta þig hér heima á Hamingjulandinu, en mig hefur einnig alltaf langað til að koma á þínar slóðir í Prag því þangað hef ég ekki komið. Ferðalög erlendis er mitt uppá hald svo það er aldrei að vita nema að maður birtist einhvern daginn, en ég skal samt reyna að láta þig vita áður en ég kem. Til hamingju með prinsessuna og prinsinn sjálfur á ég nú þegar tvo afa stráka annar að verða 16 mánaða en hin rúmlega 2jamánaða og var skírður með vatnsskvettu þann 26. jan sl. annars er allt gott hér í kuldanum og það er snjókoma fyrir norðan svo ég vona að það hefti ekki ferð ykkar norður. kær kveðja
Jón Svavarsson, 5.2.2008 kl. 00:32
Ef þú þarft á aðstoð að halda þá er síminn hjá mér +354 8930733 og netfangið mitt er motiv@simnet.is kær kveðja
Jón Svavarsson, 5.2.2008 kl. 00:38
Ég er í Svíþjóð... + =
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.2.2008 kl. 06:44
Takk fyrir góðar kveðjur.
Jón við fljúgum, nenni eki að festast mikið í sköflunum.
Hefði haft gaman af hitting en við förum áleiðis heim þann 19. febr. en það verður vonandi hægt seinna .
Ía Jóhannsdóttir, 5.2.2008 kl. 08:07
Heyrðu Gunnar minn það er nú ekki svo langt yfir hafið við hittumst bara í Kringlunni
Ía Jóhannsdóttir, 5.2.2008 kl. 08:08
Ertu ættuð frá Grenivík? erum við kannski tengdar?? hvaða ár ertu fædd, ég ætla í Íslendingabók.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 15:47
Góða ferð og skemmtun heima á fróni, þú lætur allavega heyra í þér er heim kemur aftur. Knús á þig Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2008 kl. 20:55
Nei Ásdís ég er úr Reykjavík en tengdadóttir okkar er frá Grenivík. Ekkert leyndó hvenær ég er fædd. Fyrir miðja síðustu öld, 1949. Flott veður hér núna,
Ía Jóhannsdóttir, 7.2.2008 kl. 08:43
Kondu sæl Ia, oft minnumst við hjón góðra daga hjá ykkur Þóri,og höfðings- skapar þegar við dvöldum hjá ykkur í Prag og þið hélduð upp á 50 ára afmæli Helga Gretars. Því gleymum við aldrei !
.Skemmtileg tilviljun að okkar barnabarn heitir Elma. Beztu kveðjur til ykkar Þóris frá okkur Helga Gretari. SVANFRÍÐUR
Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 7.2.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.