Fór næstum því á límingunni yfir 50 centum

Ég vissi betur en hélt samt í þetta litla hálmstá að reykingabarinn á Kastrup, þessi eini sem leyfði reykingar síðast þegar ég fór þar í gegn, hefði aumkvað sig yfir okkur strompana en mér varð ekki að ósk minni. 

Það er nú svo einkennilegt að ég hef ekkert fyrir því að fljúga reyklaus, hugsa ekki einu sinni út í nikotin tyggjóið sem ég hef alltaf í handtöskunni en um leið og ég er lent kemur þessi hræðilega þörf fyrir smók.  Þar sem ég og minn elskulegi vorum millilent í Köben og tveir tímar í næsta flug gúffaði ég upp í mig tyggjói og tuggði með áfergju. 

 Til þess að dreifa huganum fór ég í búðarráp.  Í matvörudeildinni hendi ég í körfu nokkrum vel völdum hlutum og þar sem ég var ekki með neina danska aura þá spyr ég hvort ekki sé hægt að borga með Euro.  Ekkert var sjálfsagðara, en þegar á að gefa til baka vill ekki betur til en svo að daman á enga skiptimynt og spyr hvort ég sé nokkuð með klink á mér.  Ég segi svo ekki vera og frussa út úr mér,, geturðu ekki athugað í hinum kassanum hvort ekki sé til mynt þar."  Nei, hún mátti ekki opna þann kassa hann var ekki hennar. ,, Jæja vinkona, og hvað ætlar þú þá að gera, gefa mér afslátt?"

  Þegar hér var komið er minn elskulegi kominn í nokkra metra fjarlægð frá þessari brjáluðu kerlingu.  Auðvitað endaði það með því að ég gafst upp, og fór í fússi frá kassanum 50 centum fátækari!

Minn elskulegi:  Hvað er eiginlega að þér manneskja, þetta voru skitin 50 cent !

Ég:  Já og hvað með það, rétt er rétt, ég bara læt ekki bjóða mér svona.

Minn:  Heyrðu við förum nú ekki á hausinn út af þessu

Ég:  Mér er bara alveg skítsama, þetta er alþjóða flugvöllur og lágmark að það sé skiptimynt í kassafjöndunum.

Minn:  Jæja elskan, er sígarettuþörfin alveg að fara með þig?

Ég:  Nei, ég er bara rosalega þyrst og með það strunsa ég að næsta bar.  Viltu eitthvað að drekka?  (Venjulega er nú það minn maður sem sækir drykki á barinn en ekki ég.)

Minn: Já vatn með gasi

Ég: Vatn!  Jæja þú getur svo sem drukkið þitt vatn en ég hafði nú hugsað mér eitthvað aðeins sterkara.

Þar sem ég er sest með glasið mitt aðeins farin að róast innra með mér.  Sjálfsagt var tyggjóið farið að hafa áhrif segi ég: 

Heyrðu, heldurðu að við getum ekki bara flogið VIP næst? 

Minn: Ha hvað meinarðu?

Ég : Jú sjáðu til, Margrét Þórhildur reykir enn svo það er örugglega hægt að fá inni í þessu reykherbergi hennar ef við fljúgum VIP.

Mér var ekki svarað.  Kallað út í vél.  Þriggja tíma flug heim og ég gat huggað mig við það að næsta kast kæmi ekki fyrr en í flughöfninni heima. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Um að gera að bjalla bara í kellu.. hún getur örugglega lánað þér VIP passann sinn og þú getur strompað eins og brjálæðingur í fluginu og inn í einhverjum VIP herbergjum á flugvöllunum.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.2.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

 Getur þú ekki fengið að fara inn í VIP þar má allt.
Annars gaman að heyra í þér Ía mín  vona að það sé hægt að lenda í Keflavík
það er búið að vera brjálað veður í dag.
Hafið það gott á fróni og hér getur þú reykt sumstaðar.
                        Kveðjur til ykkar beggja með ósk
                        um góða dagaMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 18:40

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jóna einu sinni var ég með Þórhildi í boði í þrjá daga og ég stórreykingamanneskjunni ofbauð þegar Drottningin gekk um einn daginn á málverkasýningu, reykjandi með augað í pung, og aumingjalegur hirðsveinn fylgdi henni hvert fótmál með öskubakka álíka stóran og steikfat.  

Milla ég lenti í blíðskaparveðri hér í fyrradag.  Nú er spurningin kemst ég norður á morgun. Það var ekkert flogið í dag.  Eigum miða á frumsýningu á Flónna. Nú ef ekki þá förum við bara á LaTraviata í Óperunni. Vesen ef ég kemst ekki norður að sjá Flónna var fyrir löngu búin að lofa Jenný að segja henni frá sýninguni svo hún færi ekki fýluferð.  OK, við sjáum til, held að veðrið sé að ganga niður. 

Ía Jóhannsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

  Þetta kannast ég mjög vel við! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú ertu væntanlega komin heim á Frón elsku Ía.  Vona að heimferðin og dvölin a Íslandi verðu ángæjuleg fyri Þig og þína.  Hafðu að gott á froni.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband