Stórsigur Sigrúnar Pálmadóttur í kvöld! Bravo!

Sigrún Pálmadóttir brilleraði sem Violetta í uppfærslu Íslensku Óperunnar á La Traviata Verdis í kvöld.  Ég hef sjaldan verið viðstödd önnur eins fagnaðalæti hérlendis enda frábærir listamenn sem tróðu upp á fjölum Óperunnar. 

Frumsýningagestir fylltu húsið þrátt fyrir skaðræðisveður og mikil stemmning ríkti á sýningunni.  Fagnaðarlætin í lok sýningarinnar þar sem fólk klappaði, stappaði, hrópaði og bravoaði ætlaði hreinlega að rífa þakið af gamla góða Bíóhúsinu okkar.   

Sigrún Pálmadóttir var stjarna kvöldsins, engin spurning.  Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Tómas Tómasson voru líka frábærir í hlutverkum Alfredo og Giorgio.  Skemmtileg uppfærsla hjá Jamie Hayes. Hamingjuóskir til allra sem stóðu að þessari sýningu og vonandi líður ekki á löngu þar til við getum boðið öllu þessum glæsilegu listamönnum upp á stærra og betra tónleikahús.  Bravo!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Af hverju hrópar fólk bravó í óperu, sinfóníu, leikhúsi og þessháttar, en ekki jibbíii eða veiiiii?

Þröstur Unnar, 9.2.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þröstur Unnar þó, það er ekki kultiverd að hrópa jibbíii eða veiiii.
Ía mín gaman að heyra að það hafi verið gaman í Óperunni.
Njóttu ferðarestar.      Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband