Muu, mjá, meee og allur pakkinn í morgun

Í dag er afa og ömmu dagur og farið var með litla Þóri Inga í Húsdýragarðinn í morgun.  Hænurnar tóku feikna vel á móti okkur svo og kisa litla.  Barnið áttaði sig nú ekki alveg á öllu þessu svona í byrjun enda er maður aðeins 16 mánaða.  En þegar við komum í fjósið í annað sinn var mikið fjör þar sem beljur bauluðu á básum og litli guttinn lifnaði allur við.  Þá var ákveðið að fara annan hring og krakkinn var dreginn á milli fjárhúss og gripahúsa þar til hann var gjörsamlega uppgefinn. 

Ekki létu nú afinn og amman þar við sitja því þeim langaði sjálfum svo mikið að skoða Skautahöll landsmanna og drógu krakkaræfilinn með sér yfir bílastæðið í fljúgandi hálku yfir að þessari miklu ,,höll"  Jahérna, ekki fannst okkur nú þetta merkilegur staður.  Svellið sjálft er svo sem allt í lagi en umgerðin er hroðaleg!  Þvílíkur druslugangur! OK, þá er ég búin að sjá þetta og ekki orð um það meir.

Eftir skemmtilegan morgun lúllar minn hér úti í fríska loftinu og dreymir örugglega mee, muuu og öll hin dýrin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman hjá ykkur í morgun á meðan ég svaf á mitt græna.  Eigðu góða helgi í borginni Ía mín, njótt grámans. Það verður örugglega gaman að koma aftur til Prag.  Knús Wink 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hrafnhildur: Þetta er hræðilegt.  Hef aldrei séð annað eins, og skítalyktin var ógeðsleg!  Menningarborg hvað??????

Ía Jóhannsdóttir, 16.2.2008 kl. 03:17

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leit við hjá þér

Marta B Helgadóttir, 16.2.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir að bjóða góðan daginn!! Ekki einu sinn "fúll á móti" býður góðan daginn þó ég geri það alltaf þegar ég hitti hann í stigaganginum þar sem ég bý. En mér er alveg sama. Það er gaman af hvað þú ert alltaf jákvæð þegar þú skrifar.  Ég hef gaman af blogginu þínu. Ég skrifa sjálfur um dægurmál og mörg af þeim eru mjög alvarleg. Ég ætti kannski að breyta um stíl og fara bara að "djóka" um þessi stjórnmál og allt þetta sem er efst á baugi á Íslandi. Jákvæðni lengir lífið, daginn og stuðlar að betri heilsu. Alveg er alveg sannfærður um það.  Enn takk aftur fyrir "kommentið"!  virkilega gaman að fá svona á síðuna sína!! Þú ert frábær!!

Óskar Arnórsson, 19.2.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband