21.2.2008 | 11:08
Home sweet home
Við kvöddum föðurlandið í fyrradag í slydduveðri eftir tvær frábærar vikur með fjölskyldu og vinum. Á leiðinni yfir hafið fann ég það út að það er þrekvirki að fljúga með stútfullan maga af Íslenskum kræsingum og nokkrum kílóum þyngri.
Þrátt fyrir allt átið heima hafði ég það af að henda í körfu í flughöfninni hangikjöti, flatkökum, páskaeggjum og öðru góðgæti áður en ég yfirgaf landið og þar sem ég er ekkert sérlega hrifin af flugvélamat fyllti ég nestispoka með Jumbó samlokum svona,, in case" ef ég yrði svöng á leiðinni. Þetta er jú þriggja tíma flug og ekki gott að verða hungurmorða yfir Atlandshafinu. Samlokurnar komu sér reyndar vel þar sem sessunautar mínir, minn elskulegi og vinkona okkar sem var á heimleið til Vínar hjálpuðu mér aðeins við að hesthúsa þessu.
Við hjónin ,,hvíldum" okkur svo í einn sólarhring. Spásseruðum í kóngsins Köben og héldum áfram að borða, nú danskar kræsingar alveg þar til við stigum upp í vélina til Prag seint í gærkvöldi.
Það var svo gott að koma heim. Fyrsta sem minn elskulegi gerði var að fá sér brauð með dönskum ál og majó Síðan tók hann allt íslenska nammið, með mínu samþykki og faldi það einhvers staðar og ég ætla ekki einu sinni að reyna að leita að því.
Það voru tvær örþreyttar sálir sem lögðust á koddann og tvær vellíðunar stunur bárust út í nóttina.
Fyrsta sem mér datt í hug í morgun var: Hvar finn ég svona Detox stöð, nei bara jók.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Nammi Namm danskur áll og mæjó. það er toppurinn.
Rétt hjá þínum elskulega að fela nammið þú bætir því ekki á þig á meðan og
ojipjakk allur sykurinn, smá djók.
þoli heldur ekki flugvélamat, en hann var góður hérna í den.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2008 kl. 13:14
Veistu var næstum farin að leita áðan, komin í svona eftirsykursjokk
Ía Jóhannsdóttir, 21.2.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.