Mig vantar einhvern til að sparka duglega í rassinn á mér

Ég hefði betur pantað tíma á heilsuhæli áður en ég fór að heimsækja ykkur þarna uppi á Íslandi og farið beinustu leið af flugvellinum þegar ég kom heim og á hælið.

Dagur eitt (í gær) átti að vera á morgunverðarfundi og síðan í Lunch, nennti ekki að vakna um morguninn og nennti síðan ekki á fætur fyrr en upp úr hádegi.  Hringdi þó og afboðaði komu mína með lélegri afsökun.  Segi ekki einu sinni hver hún var! Blush

  Dagur tvö og ég er hálfnuð að taka upp úr töskunum, búin að fara tíu ferðir upp og niður stigann í þeim tilgangi að klára dæmið en finn mér alltaf eitthvað annað að dunda við.  Skoða myndir sem teknar voru í ferðinni, klappa hundinum í stað þess að baða greyið, hann er grútskítugur núna, fara yfir blöð og bæklinga, setjast við tölvuna, opna og loka pósthólfinu af því ég nenni ekki að svara öllum þessum pósti.

Fer út og horfi yfir landareignina, anda djúpt, kominn tími fyrir vorhreingerningu úti, nenni ekki einu sinni að fara með ruslið eða athuga póstkassann.  Sit með kaffibollann og glápi út í loftið og velti fyrir mér á hverju ég eigi nú að byrja.  Húsið er á hvolfi, föt, skór, töskur, blöð, drasl allstaðar og hússtýran mín í fríi!!!! Devil  Enginn matur í ísskápnum en það er svo sem allt í lagi við erum á detox hér, eða það er það sem ég segi sjálfri mér því ég nenni ekki út að versla inn í matinn.

Og allt er þetta ykkur þarna heima að kenna.  Maður er gjörsamlega búinn á sál og líkama eftir þessa þrekraun að sækja ykkur heim.  Hálfur mánuður sem fer í það að éta sig til óbóta, ég tala nú ekki um að skemmta fólki frá morgni til kvölds. 

  Svefnvana vaknaði maður,( af því að það hafði verið svo gaman kvöldið áður) og var mættur í morgunkaffi, dreif sig síðan í hádegismat sem stóð til kl.2 eða 3, eftirmiðdagskaffi,( sem venjulega var hjá aldraði móður minni af því ég er svo góð dóttir), kokteill hér eða þar og síðan var skverað sig upp til að mæta með bólgna fætur og þrútið andlit í kvöldverð sem stóð langt fram á morgun.  En svona án gríns þetta var rosalega skemmtileg ferð en þið öll sem stóðuð fyrir þessum uppákomum skuluð fá þetta allt í hausinn næst þegar þið komið að heimsækja okkur.  Þá hef ég stjórn á hlutunum og það verður sko ekki nein elsku mamma. Tounge

OK þetta var bara eins og fínasta vítamínsprauta svo nú get ég haldið áfram að hlaupa hér á milli hæða og sjá hverju ég kem í verk fyrir kvöldið áður en minn elskulegi birtist í dyrunum.  Læt hann kaupa eitthvað í kvöldmatinn á leiðinni heim.  Hætt í detoxinu Cool  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er nú eiginlega of mikið af því góða, láttu það eftir þér að hvíla þetta úr þér,
verður bara duglegri á eftir.
                                          Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla mín bara að skrifa þetta gaf mér fítonskraft.  Er búin að fara út að ganga, bursta hundinn og taka til, svona að hluta.  Einhver hefur sjálfsagt sparkað í mig í huganum

Ía Jóhannsdóttir, 22.2.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 18:57

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill, sem allir hafa gott af að lesa.   Skil vel að þér líði betur eftir að lofta út íslenskri streitu og anda að tékkneskum friði.  Gangi þér vel með afganginn og mundu : Hálfnað verk þá hafið er. Kveðja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:24

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gunnar ferð þú aldrei heim?  Segir hér bara kvitt!!!

Móðir góð jamm alltaf gott að koma heim í kotið

Lilja Guðrún asskotinn nenni ekki að taka til meir í dag, en rétt hjá þér hálfnað verk þá hafið er, klára þetta á morgun.

Ía Jóhannsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:36

6 identicon

Söknuðum þess að hafa ekki heyrt frá ykkur á meðan á dvölinni á Íslandi stóð.

Þóra og  Aad

Þóra (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Elsku Þóra mín og Aad.  Við sjáumst vonandi næst. 

Ía Jóhannsdóttir, 23.2.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband