Góugleði í Vínarborg um helgina

Nú er bara að henda ofan í tösku og drífa sig við sólarupprás til Vínarborgar.  Síðbúið Þorrablót verður haldið á laugardaginn með öllu stöffinu sem því tilheyrir.  Við, ég og minn elskulegi tökum með okkur síld og annað góðgæti úr sjónum fyrir þá sem ekki vilja éta brosandi kjamma, súrmeti og hlandfisk. 

Hér stóð það borð saman sem fult er með nógleik allra krása eins og í Máríusögu, - að einni krás undanskilinni: ætum mat.  H.K.L.

Íslendingar búsettir í Austurríki og nágrannalöndum fjölmenna á hátíðina enda Íslendingar sem búa í Vínarborg, fólk sem kann að skemmta sér og öðrum með söng og skemmtilegheitum, ekkert vesen.  Við erum farin að hlakka til að hitta alla aftur og rifja upp gömul kynni. 

Eftir aðeins tveggja og hálfs tíma keyrslu héðan frá okkur erum við sest inn í stofu hjá Sendiherrahjónunum en þar gistum við alltaf þegar við skreppum yfir.  Þau eru algjörir höfðingjar heim að sækja og vonandi tekur Sveinn fyrir okkur nokkur lög á flygilinn áður en við skellum okkur í glauminn.  

Ég ætla að skilja tölvudrusluna eftir heima í umsjá Erró og hússtýrunnar svo það verður þögn á mínu bloggi fram á þriðjudag.  Hafið það öll huggulegt yfir helgina og njótið samvistar við þá sem ykkur er kærast.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góða skemmtun!!!! Ég öfunda ykkur, þó ég borði ekki þorramat,  þá borða ég síld.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða skemmtun Þetta verður æði hjá ykkur.
                 Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.2.2008 kl. 08:30

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun Ía mín.  Njóttu ferðarinnar. Leap Year

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband