7.3.2008 | 09:40
Heldrimannaíþróttin
Eins gott að passa sig þegar maður fer að slá í vor. Golf er þvílík heldrimannaíþrótt að það nær engu tali. En skemmtileg samt.
Bannað að vera í Blue Jeans, (þykir einfaldlega hallærislegt)
Bannað að vera í stuttbuxum, (gæti ruglað karlanna í púttinu, stuttpils OK)
Bannað að vera í strigaskóm, (ekki nógu fínt, takkaskór úr leðri, takk fyrir)
Bannað að spila nema maður hafi rétta forgjöf, ( truflar aðra atvinnukylfinga)
Bannað að ganga á vissum völlum, rándýrir bílar til leigu (snobbliðið)
Bannað að slá kúlunni í átt að fuglum, gæti hitt óvart og þá beint í steininn (bull)
Mig er samt farið að hlakka til að slá kúluna þrátt fyrir allar þessar reglur. Ekkert er eins aflappandi og góður hringur á vellinum þ.e.a.s. ef maður nær að hitta boltann.
Í fangelsi fyrir fugl? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Athugasemdir
Sælar.Gallabuxur voru eru ekki sama og núna þessar reglur eru gamlar.Ég hef ekki heyrt um völl sem má bara fara um á bíl,í USA þar þarftu að nota bíl og það er mikið vegna hraðans,þú ert fyrr búin að spila ef þú ert á bíl.Þú átt að vera í klúbb til að spila og það er bara réttlát,þar færðu forgjöf sem þú reynir að pota niður.Golf er góð íþrótt,hún er heldrimanna og stærstu samningar í USA eru gerðir á níundu eða átjándu holu.
Guðjón H Finnbogason, 7.3.2008 kl. 09:48
Held að þú ruglir nú bara kallana með brosinu þínu Ía mín,
en gangi þér vel að hitta.
Knúsý kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 10:13
Já Guðjón ég er búin að spila golf síðan 1977 svo ég kann reglurnar.
Hér í þessu landi er þetta æfagömul þrótt og hér er völlur ja alla vega einn sem þú verður að fara um á bíl. Veit ekkert hvernig þetta er í henni Ameríku, verð að spyrja minn elskulega um það, en mig minnir að þar sem hann var að spila hafi allir verið keyrandi. Þetta með Blue Jeans var nú bara svona innlegg frá mér, ekki taka þetta mjög alvarlega.
Eftir níundu holu hér fáum við okkur hressingu og eftir átjándu förum við heim. Engir samningar gerðir, enda er þetta ekki buissnes heldur frábær útivist og afslöppun. Alla vega fyrir mig og mína.
Ía Jóhannsdóttir, 7.3.2008 kl. 10:15
Þetta með gallabuxurnar ernú minna grín en margur heldur. Snobbliðið í íþróttinni lítur slíkan fatnað, svo ekki sé talað um jogging buxur, miklu hornauga.
Það er hvergi krafa á einum né neinum velli á Íslandi að menn verði að vera í klúbbnum til að fá að spila þar, en hins vegar getur verið erfitt að komast að öðruvísi.
Klúbbarnir eru orðnir það fjölmennir, og þar að auki njóta klúbbmeðlimir ákveðinna forréttinda á völlunum í formi þess að geta pantað tíma 1-2 dögum fyrir leikdag. Þeir sem eru ekki í klúbbnim geta hinsvegar ekki kannað það nema samdægurs. Þar að auki kostar morð fjár að ætla sér að spila einn hring og ekki vera í klúbb. Hátt í 10.000kr einn hringur á dýrustu tilfellum.
Allt þetta er til þess gert að auka líkur klúbbmeðlima á að nota völlinn sem mest, þeir eru jú búnir að borga hátt í 100.000kr fyrir ársgjaldið í verstu tilfellum.
Ívar Jón Arnarson, 7.3.2008 kl. 12:27
Allir í golf. Hafðu góða helgi.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:37
Bíddu nú við!., máttu ekki vera í stuttbuxum, en þú mátt vera í stuttu pilsi. Þeir eru ekki af baki dottnir "heldrimennirnir" í þínum klúbbi.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:37
Er ekki bannað að vera klaufi líka, eða kjánalegur? er ekki enn byrjuð í golfi, kannski kemur að því. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 20:30
Ég hitti gólfkúlu einu sinni með gólfkylfu! það hældi mér engin fyrir það! En svo hlógu þeir þegar ég vara að gera "æfingarnar" áður en ég hitti...hef aldrei farið út á gólfvöll síðan...
Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 21:22
heheheh takk fyrir skemmtilegar tilvitnanir
Ía Jóhannsdóttir, 9.3.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.