Þar sem hjólin snúast endalaust

Þessi færsla er hvorki ætluð hneikslunargjörnum eða fordómafullum lesendum svo ég ráðlegg ykkur sem tilheyrið þessum hópi að hætta bara að lesa NÚNA. 

Á laugardaginn kom litla dúlluprinsessan okkar hún Elma Lind með foreldrum sínum hingað í hádegisverð og við, afinn og amman fengum að ,,agúa" dálitla stund með þessum litla sólageisla okkar.  Þegar líða tók á daginn og minn elskulegi búinn að garga með enska boltanum svo og að undir tók í allri sveitinni var kominn tími til að snurfusa sig fyrir kvöldið.

Tekin voru fram betri fötin og sparslað upp í hrukkur og fellingar og passarnir settir ofan í tösku.  Nú spyr einhver:  Ha passarnir, voru þau að fara eitthvað langt?  Og þá spyr ég á móti:  Eruð þið enn að lesa, þið fordómafullu, ágætu lesendur?  Ég varaði ykkur við hér á undan.

Við settumst upp í bílinn okkar (Skoda) og keyrðum sem leið lá til borgarinnar því nú skildi láta lukkuhjólið snúast og við búin að ákveða að eyða þessum aurum sem við vorum löngu hætt að nota.  Sem sagt, við vorum á leið í Casino.

Kvöldskemmtun með 20 vinum okkar á Casino Monaco á Corinthia Tower Hotel og þar var hún ég sem stóð fyrir þessari skemmtun og öllum undirbúningi.Shocking

 Það var hress hópur sem mætti í kvöldverðinn sem ég var búin að panta á Tælenskum veitingastað á sama hóteli.  Eftir góðan mat og drykki hélt hópurinn yfir á Casino Monaco og deildi sér niður á spilaboðin eða spilakassana. Sumir létu sér nægja að setjast í þægilega leðursófa og láta fara vel um sig eftir matinn og spjalla. 

 Ég var ein af þeim sem lét fara vel um mig þó hér á undan mætti halda að ég væri forfallin spilafíkill þá er það nú aldeilis ekki þannig.  Mér þykir samt róandi að heyra suðið frá hjólinu og klingið frá kössunum og lágvært skvaldrið frá gestunum. Minn elskulegi hefur gaman af því að spila og við gerum þetta svona einu sinni á ári að fara með vinum okkar og eyða með þeim góðri stund.  Fyrir þá sem ekki vita og eða halda að hér renni fjárhæðir úr vösum og fólk komi blásnautt út þá getur þú spilað fyrir minnst 1.- evru og hámarkið er 30.000.- evrur.

Kvöldið leið og við skemmtum okkur ágætlega með frábærum vinum og hlökkum til að fara aftur að ári.  Það skal tekið fram hér að við gátum eytt þessum umfram aurum okkar sem við vorum löngu hætt að nota svo það var bara gott mál.  Þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim lengur. Grin

      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá ykkur, ekkert að gera með einhverja umframpeninga.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband