11.3.2008 | 08:52
Hér er bara eintóm hamingja
Ég vil byrja á því að benda á bloggið hans Gísla Blöndal í gær. (Margmiðlunarefni) ef þetta kemur ykkur ekki í gott skap þá er bara eitthvað mikið að! Þetta á líka afskaplega vel við mína síðustu færslu þar sem ég bunaði út úr mér þönkum um ellina.
Bloggið mitt var í byrjun ætlað til þess að leyfa fjölskyldu og vinum að fylgjast með okkar daglega amstri hér í sveitinni. Dálítil dagbók fyrir mig og síðast en ekki síst til þess að ég gæti haldi betur utan um mitt móðurmál.
Með tímanum fór þetta að vinda aðeins upp á sig og áður en ég vissi af var ég farin að blanda mér inn í umræður sem ég hafið ekki hundsvit á. Enda búin að búa hér í nær átján ár og svo langt frá því að ég gæti tjáð mig um þjóðarsálina þarna heima.
Eins og kemur fram hér í fréttinni getur bloggið hjálpað mörgum sem berjast við margs konar vandamál og er það bara gott mál að fólk geti skrifað sig frá hinum ýmsu málum.
Maður verður stundum var við að fólk segir í hálfgerðri hneykslan: Ertu að blogga? Oft á tíðum finnst mér þetta hljóma dálítið sem öfund. Hef líka tekið eftir því að fólk þorir ekki að setja komment inn á síðuna mína vegna þess að það er svo asskoti hrætt við almenningsálitið. En svona er þetta bara og við erum misjöfn eins og við erum mörg.
Minni aftur á síðuna hans Gísla. Gisliblondal.blog.is frábært myndband og eintóm gleði inn í bjartan vordaginn.
Blogg gegn þunglyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Athugasemdir
Þú mátt alls ekki hætta að blogga Ía mín. Ég kíki á bloggið þitt nær daglega þegar pása er í vinnunni eða þegar mig vantar að heyra eitthvað hressandi. Finnst þú koma mörgu skemmtilegu að í fáum setningum. Svo er líka gaman að heyra í Hvutta því þó hann kunni ekki stafrófið þá vitum við öll sem höfum átt gæludýr að þau kunna svo sannarlega að tjá sig og hann hleypir manni svo skemmtilega inn í hversdagslífið þarna hjá ykkur. Svo vil ég bara segja það að ég er ekki að kommentera til að afsanna að ég sé hrædd við almenningsálitið, er bara svo löt að opna tölvuna hér heima eftir heilan dag fyrir framan hana í vinnunni. Hafðu það sem allra best með þínum elskulega og hvutta. Bestu kveðjur.
Maja J. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:50
Heheheh loksins ein sem þorir, nei bara djók. Gaman að heyra frá þér Maja mín. Hvuttasögur eru eiginlega dottnar uppfyrir, veit ekki af hverju en svona er það nú bara í henni veslu. Eigum við að hittast 4- B á uppstigningardag. Ég verð á landinu þá. Hafðu samband við Gerði eða Birnu Dís.
Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:35
Takk fyrir þennan pistil.
Eitt sem manni lærist æði fljótt þegar maður er byrjaður að blogga en það er að láta sér standa á sama um álit fólks og bara láta vaða, l´ta frá sér þá pistla sem mann liggur á hjarta að skrifa.
Ég vona sannarlega að þú hættir ekki að skrifa kona
Marta B Helgadóttir, 12.3.2008 kl. 09:17
Marta nehei ætla alla vega að halda áfram að blogga á meðan ég hef gaman að því.
Ía Jóhannsdóttir, 12.3.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.