Afturhvarf til gömlu ævintýranna

Þetta er ein dapurlegasta fréttin í dag. Sænskir barnabókarithöfundar virðast ætla að koma mæðrum aftur á þann stall og vondu stjúpurnar og drottningarnar í gömlu ævintýrunum sem maður grét yfir sem barn.  Og feður barna eru aukaatriði. Hver er tilgangurinn? Vona bara að við þýðum ekkert af þessum bókum í framtíðinni.  


mbl.is Hættulegt líf mæðra í barnabókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæl. Mér finnst þetta í raun ekkert skrýtið. Þetta er algengara en við höldum. Vil einnig geta þess að 84 %  barnabókahöfunda í Svíþjóð eru konur. Svo það er stutt í spyrja um hvaðan hafa þær fyrirmyndina. Jú, af skýrslum og samantektum úr skólum, þær eru flestar kennarar. Með beztu veðju.

bumba (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þó þær verði þýddar þá ráðum við hvað börnin lesa það er allavega svoleiðis í minni fjölskyldu, við megum bara kaupa vissar bókmenntir fyrir barnabörnin.
                             Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Rétt hjá þér Milla mín við e.t.v. getum stjórnað þessu en samt...

Bumba fyrirgefðu er þetta til fyirmyndar?

Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hér átti að standa til fyrirmyndar

Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég þarf að fara að skrifa barnabækur.  Þær yrðu örugglega meira up-beat en þetta stöff.

Börn vilja ekki hlusta á alka breima og barma sér.  Ég var einusinni barn, og man vel að það var ekki efst á ósklalistanum.  Aumingja krakkarnir, að þurfa að sitja undir þessu. 

Ásgrímur Hartmannsson, 11.3.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ásgrímur nákvæmlega.  Takk fyrir innlitið.

Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:26

7 identicon

Nei kæra Ía, mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar langt í frá. Það eru hvergi mörk dregin. Fólk áttar sig ekki á að barnabækur og kvikmyndir, margar hverjar, auðvitað ekki allar, má ekki alhæfa, eru smáandleg ferðalög frá veruleikanum. Er ekki svo? Þegar ég hugsa til baka þá gat maður fantaserað um efni bókanna, og leikið sér að því í sínum eigin hugarheimi. Eins og gömlu norsku barnabókunum, mörgum hollenzkum, að maður tali nú ekki um þær íslenzku sem margar hverjar voru stórmerkilegar bókmenntir. Ég hef ekki skilning á þessu endalausa daglega þvaðri í bókmenntum og kvikmyndum dagsins í dag. Nenni ekki að fara í kvikmyndahús lengur til þess eins að sjá hið daglega líf endurspeglað í frítíma mínum á kvöldin. Sama er með bókmenntir, en eins og ég sagði, má ekki alhæfa. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband