16.3.2008 | 17:52
Ég er með höfnunartilfinningu.
Halló er engin heima? Það hlýtur að vera alveg bongó blíða á landinu núna án þess að ég viti það með vissu en alla vega bendir allt til þess. Ég tók upp símann áðan og ákvað að spjalla aðeins við einhvern skemmtilegan heima á Íslandi en mér til mikillar skapraunar ansaði enginn sem ég hringdi í, hvort sem það voru vinkonur mínar eða einhver úr fjölskyldunni, það var hvergi ansað.
Ég er með hræðilega höfnunartilfinningu og líður bara alls ekki vel innra með mér. Minn elskulegi farinn yfir til Þýskalands, í viðskiptaerindum. Erró hálf domm og vill lítið með mig hafa, síðan dettur manni í hug að slá á þráðinn til vinkvenna eða fjölskyldu og þá fær maður bara svona langt og hvellt dúúú aftur og aftur sama hvert ég hef hringt, það er enginn heima hjá sér í dag.
Ætli það sé einhverskonar samsæri í gangi gegn mér þarna uppi á landinu?
Nei ég segi nú bara svona, rosalega er nú samt gott að geta hellt sér yfir ykkur hér á blogginu. Vona að það sé einhver þarna úti sem skilur mig.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt 17.3.2008 kl. 01:02 | Facebook
Athugasemdir
Sko alveg örugglega samsæri, engin spurning, en ég er hér núna, búið að vera brjálað að gera hjá mér, það er svo gaman vorum að koma heim úr fullorðinsafmælinu hjá ljósálfunum mínum, erum að sjálfsögðu afvelta úr ofáti.
á morgun þurfum við að klára að versla, á þriðjudaginn verður farið yfir húsið og dyttað því sem vantar að gera og sonurinn kemur svo á miðvikudaginn.
En ég læt heyra í mér þegar ég get.
Fáðu þér nú bara smá rauðvín
og eitthvað með sem þér þykir gott.
Knús Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2008 kl. 20:25
Ía! það er ekkert samsæri gegn þér, það er bylting! Síminn þinn er ábyggilega hleraður..og vinkonur og fjölskylda hafa verið vöruð við þér af Birni Bjarna syni..sæstrengurinn er bilaður af einhverjum dularfullum ástæðum sem ég náttúrulega tengi beint til þín..þori ekki að segja meira ef einhver skyldi "hakka" sig inn á bloggið og komast að því að þú veist að ég vet að þú veist hverjir standa á bak við þetta...hehehe
Óskar Arnórsson, 16.3.2008 kl. 22:07
Æi leitt að heyra að engin skuli hafa svarað þér en veðurblíðan hér hefur kallað á útiveru þeirra sem ekki liggja í flensuskít.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.3.2008 kl. 23:09
Ohhh, þið öll hafið svör á reyðum höndum.
Milla mín, góð hugmynd en klukkan er orðin svo margt, á það bara inni.
Óskar ekkert svona, Björn Bjarnason er einn af mínum vinum, svo....
Fjóla mín góðan bata.
Móðir heheheh allir í búðunum, OK getur svo sem vel verið
Annars bara svo þið vitið, ég náði sambandi heim og nú er lífið komið í sínar fyrri horfur. Nýr dagur á morgun með fullt af skemmtilegum verkefnum.....vonandi..
Takk fyrir innlitin
Ía Jóhannsdóttir, 16.3.2008 kl. 23:39
Björn Bjarnason þekkir mig lika! Ía mín! Vona ég bara að hann hafi fyrigefið mér síðasta fund okkar þegar ég kallaði hann skræfu, sem ég átti ekkert með..bara fauk í mig..sorry...síðustu samskipti hafa veri ágæt..ég virði Björn sem stórkostlegan mann og andsk, hafi það það! "Hver er svo vitlaus að öfunda hann af vinnunni sinni"?
Og að síðustu...nú fékk ég hræðilega höfnunartilfinningu frá þér Ía! Ætlaru nokkuð að siga Ríkisstjórninni á mig bara af því að við erum ekki.....þú veist...skilur..
Óskar Arnórsson, 17.3.2008 kl. 04:16
Það voru sko fermingarnar Ía mín, sem gerðu það að enginn var heima. Amk í var ég að heiman í allan gærdag vegna svoleiðis uppákomu. Villtu ekki bara drífa þig heim?
Njóttu dagsins
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2008 kl. 08:02
Hæ hó! Við vorum í fermingarveislu í gær, fallegt veður og allir úti að vorast.....síminn í einhverju helv..... óstandi, neitar að gefa tóninn, hann er greinilega orðinn þreyttur á mér, get hvorki svarað né hringt ekki gott, erum að fara til Köben á morgun, vona að tæknin verði komin í lag þegar við komum heim. Gleðilega páska elsku vinkona................... þín Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.