Kemur til með að renna ljúft niður

Hugsið ykkur bara að lyfta glasi með guðaveigum frá Pernod-Richard.  Horfa á hvernig vínið freyðir í glasinu og kitlar bragðlauka.  Þessi unaðslega tilfinning sem fylgir því að súpa varlega og láta renna niður með tileyrandi værðarhljóðum.  Humm veit ekki, ég held ég haldi mér bara við Bohemia Sekt, það er líka mjög ljúft og kostar hér aðeins um 300.- ísl. peninga.

Annars datt mér í hug þegar ég las þessa grein um dýrt vín, að segja frá heimsókn okkar í  einn frægasta rauðvínskjallara Evrópu hér um daginn.  Hann er í eigu Austurríkismanns sem á og rekur Palais Coburg svítuhótelið í Vínarborg.  Sá náungi keypti lager af afar gömlum vínum fyrir nokkrum árum á uppboði og kom því fyrir í kjallara hótelsins.  Þar kostar ódýrasta rauðvínsflaskan 3.000.- evrur og sú dýrasta um 30.000.-  evrur.  

Kjallarinn er ekki stór en úrvalið er ótrúlegt og kjallaravörðurinn sem sýndi okkur dýrðina umgekkst þessar flöskur með þvílíkri virðingu, eins og hann væri í höllu drottningar þar sem gersemar glóðu, enda var þetta örugglega mjög merkilegt safn af góðum vínum sem bara vínspekúlantar kunna að meta.  

Þegar við spurðum hvort fólk virkilega keypti flösku af þessum guðaveigum með kvöldmatnum sagði hann svo vera en í hvert skipti sem það gerðist væri eins og verið væri að slíta hjartað úr eigandanum og hann ekki með sjálfum sér í marga daga á eftir.

Svona er nú lífið hjá sumum.  Drinking Red Wine 

 

  

     


mbl.is Kassi af kampavíni á 50 þúsund evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vá, það eru dýrar veigarnar.  Hafðu það gott og gaman að lesa bloggið þitt !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.3.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er hrædd um að ég gæti ekki kyngt svona dýrum vökva

Sporðdrekinn, 17.3.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fyndin lýsing á líðan hóteleigandans, þegar hann selur dýra rauðvínið.  Sé hann alveg fyrir mér rangla um hótelið,  eins og drukkinn af harmi, slangra á milli veggjanna á hótelgöngunum,  í táraflóði.  Það er náttúrulega ekki gott til afspurnar ef vínið selst upp, þá fellir hann fjaðrirnar um leið. Og hótelið hættir að vera spes. 

Annars gleymi ég aldrei þegar ég smakkaði í fyrsta skipti 36. ára whisky, þá fyrst skildi ég þegar talað er um ár.  Enn, get ég,  kallað fram minninguna, af bragðinu í huga mér, svo stórkostlegt, var það.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.3.2008 kl. 01:37

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara að láta vita að ég er lifandi og senda páskakveðjur meðan ég hef tíma.

 Easter Basket Hatched Hatched HatchedKnús Milla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband