Hody, hody, doprovody! - Hátíð, hátíð, vinir mínir!

Skírdagur er ekki haldinn hér hátíðlegur. Hér áður fyrr notuðu Tékkneskar húsmæður daginn til að undirbúa páskana með því að baka páskabrauð sem svipar aðeins til okkar gamla rúsínubrauðs.  Brauðið var bakað í svotilgerðu kanínuformi og síðan skreytt með möndluflögum. Snurfusa heimilið svo allt sé tandurhreint á sjálfan páskadaginn. Bunny 

Gamlar konur sátu með barnabörnunum og fléttuðu reyrstafi sem síðan voru skreyttir með alla vega litum borðum.  Segi seinna frá því til hvers þeir eru notaðir. 

 Aðrir sátu heima og máluðu egg með fjölskyldu og vinum.  Þessi egg eru augnayndi og hér á þessu heimili er til stór karfa með þessum eggjum sem varðveitt eru frá ári til árs og skreyta hér greinar í stofunni.  Egg Painting 2 

Nútímakonan þeysist í stórmarkaðinn og fyllir körfuna af allskonar góðgæti handa krökkunum á páskadag, brauðið góða er keypt tilbúið, sveittir og geðyllir eiginmenn drattast með ólund á eftir húsmóðurinni sem auðvitað er með vælandi krakkagrislingana í eftirdragi.  Enginn brosir, allir búnir að taka fýlupillu með morgunmatnum.   Shopping 2 

Ömmurnar sitja heima og núa höndum saman vegna þess að nú er reyrstafurinn keyptur úti á næsta götuhorni svo það er ekkert fyrir þær að gera nema láta sér leiðast. Granny 

Enginn nennir að mála egg nema þeir sem hafa það að atvinnu og stórgræða á túrhestum og öðrum sem álpast til að fjárfesta í þessum gersemum. 

Svona er nú það og ég ætla að fara að dæmi nútímakonunnar og fá mér andlitsbað hjá dúllunni minni henni Marketu.

Á morgun kemur síðan framhald af páskasögunni héðan frá Stjörnusteini.

Gleðilega páska Bunny Face . 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Halda menn ekki upp á daginn í dag fyrst og fremst sem vorjafndægur?

Jens Guð, 20.3.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef aldrei skilið hvernig kanínur tengdust páskunum?? Veit einhver það? Annars eru kanínur voðlega mikil krútt...Gleðilega páska..

Óskar Arnórsson, 20.3.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jens nei þetta eru bara bavíanar sem búa hér  hehehehhe

Takk móðir góð í hjáverkum eða þannig heehheh

Óskar ég er ekkert sérlega hrifin af kanínum.  Krakkarnir okkar áttu svona kvikindi þegar þau voru lítil, reyndar fékk minn elskulegi þær í fertugsafmælisgjöf frá nokkrum kvikindislegum vinum svo við sátum uppi með þessa hörmung.  Þær voru nefndar Alli og Snúlli, komumst síðar að því að önnur var kvenkyns, djöf..bömmer.  Hér eru þær mér einungis til vandræða éta allt sem ég reyni að græða upp, bölvaðar.   Samt....dálítið krúsulegar.

Ía Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Móðir ég meinti: eða þannig í hjáverkum hehheheh  

Ía Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Annað Óskar hef ekki hugmynd af hverju þær tengjast páskum,  alla vega ekki minnst á þær í guðspjallinu svo mér dettur bara eitt í hug, snúlluleg dýr sem hverfa sem betur fer til skógar þegar vora fer.

Ía Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:58

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jamm...kanínur og páskaegg...kanínur væru kannski betri ef þær væru gerðar úr súkkulaði...bara hugmynd...ég sjálfur við engin dýr inn í húsakynnum mínum...bara mín persónulega skoðun...

Óskar Arnórsson, 20.3.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Jón Svavarsson

Skemmtileg frásögn, hlakka til að lesa framhaldið. Bestur óskir um gleðilega páska, já og ég ætla að verja smá tíma með börnunum og barnabörnum. kær kveðja,

Jón Svavarsson, 20.3.2008 kl. 23:25

8 identicon

Gleðilega páska!!!

Hér á Spáni er haldið meira uppá Páskana en jólin!

Þeir taka líka auka frídag, þ.e. miðvikudag fyrir Skírdag. En gleðilega páska öll hvar sem þið eruð!!!!!!!!!!

Sigrún á Spáni (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 23:36

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sæl Sigrún, varst það þú sem sendir mér kveðju 18. mars í Gestabókina?  Er enn að pæla í þessu.  En eins og ég sagði, ég var svona þeytileikari á þeim tíma svo það getur vel verið að við höfum verið að vinna saman einhverntíma hjá Glöggmynd, er bara annars alveg heimaskítsmát.  Sendu mér betri upplýsingar svo ég geti hrisst upp í þessum gamla heila mínum. 

Ía Jóhannsdóttir, 21.3.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband