28.3.2008 | 11:04
Þetta verða karlarnir að lifa með
O ætli þeir komi nú til með að kvarta mikið, held ekki.
Verst þetta með tímatakmarkanir, ef svo er þá er sumum konum vandi á höndum. Berbrjósta synda frá eitt til fjögur. Klukkan á mínútunni allar uppúr og drífa sig í sundfötin eða fara bara heim. Þetta gæti valdið algjöru írafári þarna í Danaveldi er ég hrædd um.
En sinn er siður í landi hverju.
Danir synda berbrjósta
Þjóðverjar eru á sprellunum í gufu en verða að synda með sundhettu og kappklædd
Íslendingar eru á báðum áttum, og sundverðir reka fólk í sundföt ef það ætlar að striplast ofan í lauginni en þú mátt liggja flatur og berbrjósta á bakkanum.
Heimilt að synda berbrjósta í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
já það er nokkuð vandasamt að fara í sund
Steinn Hafliðason, 28.3.2008 kl. 11:32
Haha í Englandi var ekkert atriði að þvo sér fyrir sundsprett hvað þá sápa sig en það var MÖST að vera með sundhettu
Kolbrún (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:33
Steinn og Kolbrún takk fyrir innlitið.
Ía Jóhannsdóttir, 28.3.2008 kl. 12:33
Já vandi úr að ráða. versta við sundlaugarnar er að víða erlendis þarf ekki að baða sig fyrir sund og þetta erum við búin að fá yfir okkur á Íslandi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 15:02
Jafnrétti... eða hvað?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 15:36
Flott blogg Ía
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.3.2008 kl. 23:27
Ég er vanur að vera berbrjósta í sundi og hef umburðarlyndi gagnvart öðru fólki sem leikur sama leik.
Jens Guð, 28.3.2008 kl. 23:57
Það er orðið ansi vandlifað í sundheiminum. En það er nokkuð góð athugasemdin hjá henni Kolbrúnu hérna fyrir ofan.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.3.2008 kl. 01:09
Ég er líka alltaf berbrjósta í sundi. Myndi þykja asnalegt að binda eitthvað á brjóstin á mér..
Óskar Arnórsson, 29.3.2008 kl. 16:03
Takk kærlega fyrir innlitin. Góða helgi
Ía Jóhannsdóttir, 29.3.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.