1.4.2008 | 08:09
Fyrsti apríl eða .........
Nú flykkist fólk að alþingi til að fylgjast með þessum gjörning bílstjóranna
Er búin að taka þá ákvörðun að láta engan, segi og skrifa engan fá þá ánægju að láta mig hlaupa fyrsta apríl. Ætla að hafa það í huga í allan dag að hér gangi allir um ljúgandi og ekki sagt eitt stakt satt orð þar til klukkan slær tólf á miðnætti. Þó rigni eldi og brennistein þá ætla ég að halda ró minni og taka ekki til fótanna.
Rosalega er ég fegin að það er ekki einn einasti þröskuldur í mínu húsi, maður átti alltaf að hlaupa yfir þrjá svo gabbið skilaði sér fullkomlega. Hehehhe þar gabbaði nútíminn þann gamla Hear me talk!
Sturta möl fyrir framan Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spaugilegt, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:13 | Facebook
Athugasemdir
Barnaland er á dönsku frá og með deginum í dag... eða?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.4.2008 kl. 08:39
Hehehhe á DÖNSKU !!!!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 08:47
Mikið rétt Hallgerður ekkert nema bölvaðir þröskuldar í þessu lífi, en ekki í dag
Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 09:20
Vei, engir þröskuldar á mínu heimili nema, dem, á klósettinu. Ok, þá pissa ég á morgun.
Knús í fjarlægðina
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 09:36
Heheheh Jenný nú sit ég hér og hlæ eins og fífl á April fools day!!!!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.