Er komin með súrefnisofnæmi

Nú er dagur kominn að kvöldi og allir búnir að ljúga beint upp í opið geðið á öllum og láta eins og bavíanar út um borg og bæ.  Raks á þessa setningu hér áðan:

ÞEGAR BYRJAÐ ER AÐ LJÚGA ER VANDI AÐ FARA AÐ SEGJA SATT Á EFTIR.

Pælið aðeins í þessu. 

Sá eini sem lét mig hlaupa í dag var Erró. Ég get svarið fyrir það að hundurinn vissi alveg hvaða dagur var.  Hann plataði mig mörgum sinnum til að opna fyrir sér en vildi svo ekkert fara út.  Bölvaður hrekkjalómurinn.  Held meira að segja að hann hafi haft gaman að þessu alla vega var svipurinn þannig, brosandi út að eyrum.  Sko minn hundur brosir, alveg satt.

Undanfarna tvo daga hef ég verið hér með rassinn upp í loft, þ.e.a.s. á fjórum fótum að þrífa hér í garðinum og sést andskotann ekki högg á vatni.  Þegar ég drattaðist inn eftir sjö tíma þrælkunarvinnu var ég búin að fá svo mikið súrefni í reykingalungun að mér var óglatt.

  Búin að finna það út að ég hef ofnæmi fyrir súrefni ef það er í of miklu mæli! Tounge 

Ekki nóg með að það heldur gat ég varla talað og þá er nú eitthvað mikið að skal ég segja ykkur en ég hresstist öll eftir kvöldmat og meir að segja skellti Erró, 46 kg flykkinu, í baðkarið og gaf honum bubble bath með tilheyrandi nuddi.  Já ég veit það, hundurinn er ofdekraður.

Svo fer maður bara að skella sér til kojs áður en ég dett hér með hausinn ofan á lyklaborðið.

Dreymi ykkur vel elskurnar. Tired 

 

 

 

     

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Erró góður

til hamingju með 6 ára búsetuafmælið

Jóna Á. Gísladóttir, 1.4.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erro hann bjargaði deginum fyrir þér, svo er hann ekki ofdekraður þessi elska.
Ofnæmi fyrir súrefni, gæti verið eitthvað til í því.
                               Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kannski dreymir mig þig og mig í Prag á kaffihúsi að drekka hvítvín, sólin skín og hitinn yfir 20 gráður, ekki væri það slæmur draumur  GN

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Og Erró brosti bara, segirðu og heldur að ég trúi þér ekki.   Ég trúi þér alveg, hundurinn heima hjá mér, hann hló.  Og þetta er ekki aprílgabb.  Hann hló, og valhoppaði, um eins og til að sýna, að honum væri alvara, með, að hann væri svona kátur.  Sofðu rótt af súrefnisloftinu sem þú hefur, sankað að þér. Á meðan sit ég hér á kafi í svifryksmengun sem er alveg svakaleg hér í þessu veðri sem nú er. Svo ég þrái súrefni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband